Hvernig get ég stutt sjálfstæðis- og mannréttindabaráttu Palestínumanna ?
Það er með ýmsu móti hægt að styðja við baráttu Palestínsku þjóðinnar gegn vestrænni nýlendukúgun sem hefur kerfisbundið og í áratugi rænt eignum, landi, frelsi og lífsviðurværi frumbyggja Palestínu. Ýmis félagasamtök og stofnanir styðja við sjálfstæðis- og mannréttindabaráttu Palestínumanna sem hægt er að styðja með ýmsu móti, sjá nokkur dæmi hér að neðan og greinina Hvað get ég gert? á þessari vefsíðu.
Vegna linnulaus áróðurs ráðamanna á Vesturlöndum og í Ísrael sem aðhyllast skaðlega evrópska hugmyndafræði sem nefnist síonismi þá hefur almenningur á Vesturlöndum verið sveipaður í blekkingarhulu um áratugaskeið og hún hefur því miður auðveldað síonistum að fremja landrán, þjóðernishreinsun og þjóðarmorð á frumbyggjum Palestínu í 77 ár eða frá 1948 (upphaf Nakba eða hörmungin mikla).
Fyrir þau sem vilja kynna sér málefnið betur er t.d. hægt að lesa sér til í bókum sagnfræðinga, bæði ísraelskra og palestínskra, (t.d. Ilan Pappe, Avi Shlaim, Benny Morris, Rashid Khalidi og Nur Masalha), vefsíður á vegum Palestínumanna sjálfra sem og greina- og pistlaskrif Íslendinga sem hafa kynnt sér þessi málefni rækilega í gegnum tíðina og finna má á þessari vefsíðu.
Nokkrar hugmyndir að stuðningi við baráttu Palestínumanna
Stuðningur við baráttu Palestínumanna getur verið að:
- Lesa sér til á palestina.is, lifipalestina.is, snidganga.is og víðar
- Ræða málið við vini, fjölskyldu og vinnufélaga
- Skrifa pistla í blöð eða hringja í útvarpsstöðvar
- Sniðganga ísraelskar vörur í verslunum
- Hundsa tengsl við Ísraelsríki en efla tengsl við Palestínumenn
- Ganga í Félagið Ísland-Palestína
- Koma hugmyndum til stjórnar félagsins og taka þátt í starfi félagsins
- Taka þátt í samstöðufundum og mótmælum til stuðnings Palestínsku þjóðinni
- Ganga í bol og/eða með merki með áletruninni Frjáls Palestína
- Gefa í neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína
- Safna fé í neyðarsöfnun og/eða selja merki og boli
- Halda fundi, tónleika, ljóðakvöld eða matarboð og safna fé um leið
- Gerast sjálfboðaliði og dvelja í Palestínu í 1–3 vikur
Ofangreindur texti byggir m.a. á upplýsingum úr Frjáls Palestína um það sem hægt er að gera til að styðja við sjálfstæðis- og mannréttindabaráttu Palestínumanna.
Sniðganga ísraelskar vörur

Ísrael viðheldur landránsstefnu, aðskilnaðarstefnu og nýlendukúgun á palestínsku þjóðinni. Þetta er eingöngu mögulegt vegna alþjóðlegs stuðnings. Ríkisstjórnir vanrækja að draga Ísrael til ábyrgðar, á meðan fyrirtæki og stofnanir um allan heim hjálpa Ísrael að kúga Palestínumenn.
Nánari upplýsingar um sniðgönguhreyfinguna (BDS) er að finna hér á vefsíðunni.
BDS Ísland var stofnað árið 2014.
Stuðningur við Vonarbrú styrkir barnafjölskyldur á Gaza
Hægt er að styðja við Vonarbrúa, almannaheillafélag, sem styður barnafjölskyldur á Gaza sem hafa gengið í gegnum skelfilegt þjóðarmorð í rúmlega tvö ár og sem ekkert lát er á.
Vonarbrú var stofnað sumarið 2025 og er með starfsemi yfir landamæri og markmið þess er að stuðla að mannúð og hjálp á neyðartímum.
Kristín S. Bjarnadóttir stofnandi Vonarbrúar er hjúkrunarfræðingur að mennt, hún er formaður stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins. Hún hefur átt í nánu sambandi við ungar barnafjölskyldur á Gasa í meira en ár þar sem hún hefur veitt þeim bæði sálgæslu í gegnum myndsímtöl og fjárhagslega aðstoð. Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og gefið þeim von. Með stofnun Vonarbrúar hefur þessi hjálp færst í formlegri farveg og tryggt frekari stuðning.
Í stjórn Vonarbrúar sitja Birgir Hauksson, Kristín S. Bjarnadóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir.
Tilgangur Vonarbrúar er meðal annars að safna fjármagni til að styrkja u.þ.b. 70 stríðshrjáðar barnafjölskyldur sem búa við mjög erfiðar aðstæður á Gaza, þar sem ástandið hefur versnað verulega undanfarin misseri. Markmiðið er að veita þessum fjölskyldum nauðsynlegan stuðning við kaup á mat, hreinlætisvörum og öðrum mikilvægum nauðsynjum.
Styrkir eru sendir beint til fjölskyldnanna á staðfesta söfnunarreikninga þeirra eða með bankamillifærslum. Rúmlega árs reynsla er komin á fyrirkomulagið og hefur fólk fengið styrki sem annars hefði ekki haft neina aðstoð, enda er alþjóðlegum hjálparstofnunum meinað að hjálpa.
Ofangreindar upplýsingar um Vonarbrú er að finna á vefsíðu félagsins.
Mannúðar- og hjálparsamtök sem styðja Palestínumenn
Fjölmargar stofnanir Sameinuðu þjóðanna og önnur félagasamtök styðja Palestínumenn með t.d. mannúðaraðstoð en eftirfarandi eru nokkur dæmi:
- UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna á hernumdum svæðum Palestínu, hefur leikið lykilhlutverk í að styðja við bakið á flóttamönnum í Palestínu í 73 ár.
- UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, starfar á erfiðustu svæðum heimsins m.a. í Palestínu og sinnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð fyrir börn.
- UN Women, Kvennahjálp Sameinuðu þjóðanna, hlutverk þess á heimsvísu er m.a. afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum, kvenmiðuð neyðaraðstoð og styðja konur, frið og öryggi m.a. í Palestínu.
- Rauði krossinn, sinnir alþjóðlegu hjálparstarfi m.a. í Palestínu og nær á hverju ári til þúsunda þolenda hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim.
- Médecins Sans Frontières, Læknar án landamæra eru (MSF) veita sjúku fólki læknisaðstoð í tengslum við átök, farsóttir, hamfarir eða útilokun frá heilbrigðisþjónustu.


