Ísraelar halda þúsundum Palestínumanna í pyntingarfangelsum.
Það eru margar ljótar sögur af illri meðferð þeirra sem koma fram þegar sumum þeirra er sleppt úr haldi.

Aðeins einn af hverjum fjórum handteknum frá Gaza er skilgreindur sem vígamaður af leyniþjónustu ísraelska hersins. Samkvæmt gögnum sem breska dagblaðið Guardian vitnar til, eru almennir borgarar langstærstur hluti þeirra Palestínumanna sem haldið er í fangelsi án ákæru eða réttarhalda við hræðilegar aðstæður.
Meðal þeirra sem hafa verið fangelsaðir í langan tíma án ákæru eða réttarhalda eru heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, opinberir starfsmenn, fjölmiðlafólk, rithöfundar, veikt og fatlað fólk og börn.
Meðal alvarlegustu tilfellanna eru mál 82 ára gamallar konu með Alzheimer sem var fangelsuð í sex vikur og einstæðrar móður sem var aðskilin frá ungum börnum sínum. Þegar móðirin var látin laus eftir 53 daga komst hún að því að börnin voru farin að betla á götum úti.
Birtist á Facebook síðu höfundar.
Frétt í +972 Magazine um gíslatökurnar: https://www.972mag.com/israeli-intelligence-database-militants-civilians-gaza-detainees/