Skrifað í skugga þjóðarmorðs – Dagbók frá Gaza

BA ritgerð Þórunnar Ólafsdóttir í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.


Ágrip

Þessi ritgerð fjallar um Dagbók frá Gaza eftir Atef Abu Saif, sem er persónuleg frásögn höfundar af þjóðarmorði á Gaza. Í ritgerðinni er lögð áhersla á þá innsýn sem bókin veitir í veruleika Palestínufólks og mikilvægi hennar í að skapa skilning á baráttunni gegn ofbeldi og afmennskun. Ritgerðin byggir á fræðilegum grunni austurlandahyggju Saids, auk rannsókna á þjóðarmorði. Hún greinir einnig frá uppruna síonisma og Nakba. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að Dagbók frá Gaza er ekki eingöngu persónuleg frásögn heldur mikilvægur vitnisburður um það ofbeldi og óréttlæti sem Palestínufólk býr við daglega og hefur gert í áratugi. Frásagnir höfundar af hversdagslegum hlutum, sorg og von veita innsýn í aðstæður á Gaza, sem alþjóðasamfélagið lítur gjarnan framhjá, eða afneitar alfarið. Ritgerðin dregur fram mikilvægi skrifanna sem baráttutæki gegn afmennskun og þjóðarmorði. Dagbók frá Gaza fellur í hóp sannsögulegra skrifa sem varpa ljósi á aðstæður fólks í stríði. Hún er hluti af ákalli Palestínufólks um áheyrn alþjóðasamfélagsins, krafa um mannréttindi og réttlæti.

Birtist í Skemmunni.

  • Höfundur var sjálfboðaliði á Vesturbakkanum og lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.

Scroll to Top