Ríkisstjórnin hunsar vilja þjóðarinnar

Það er kallað gjá milli þings og þjóðar þegar Alþingi hunsar vilja þjóðarinnar. Þetta á við um þjóðarmorðið á Gasa. Skoðanakönnun sýndi fram á að meirihluti þjóðarinnar vildi að Ísland beitti Ísrael viðskiptaþvingunum og sliti stjórnmálasambandi sínu við Ísrael. Ríkisstjórnin hunsaði vilja þjóðarinnar.

Þetta er ekkert nýtt. Gjáin á milli þings og þjóðar á Íslandi er fasti, hluti kerfisins sem við köllum lýðræði á tyllidögum.

Á Alþingi Íslendinga hefur lengst af setið peningaelíta, fulltrúar fárra, sem hafa stjórnað og stýrt þessu landi. Á milli veruleika valdaelítunnar og meirihluta þjóðarinnar, almennings, er hyldjúp gjá.

Kyn breytir nákvæmlega engu þegar peningaelítan situr áfram ósnert og viðheldur gjánni.

Ríkisstjórn Kristrun Frostadottir, og ríkisstjórnin sem sat á undan henni, hefur gerst sek um að mynda enn stærri og alvarlegri gjá. Gjá meðal þjóðarinnar sjálfrar.

Þjóðin er klofin í tvennt. Annar eins klofningur og nú er, vegna þjóðarmorðsins á Gasa, hefur ekki verið síðan á tímum Kárahnjúkadeilunnar. Vinahópar tvístrast. Fjölskyldur sundrast. Og gjáin tekur sífellt á sig harkalegri mynd.

Gjáin meðal þjóðarinnar dýpkar með hverjum deginum. Gjá sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fóðrar og nærir með algeru hugleysi. Með því að framfylgja ekki alþjóðalögum. Með því að gera þjóðina samseka þjóðarmorði. Með því að skipa sig ekki í hóp þeirra þjóða sem fordæma þjóðarmorð. Með fullkomnu aðgerðarleysi. Einu aðgerðirnar sem ríkisstjórnin grípur til er að senda fólk í viðkvæmri stöðu úr landi. Senda ungabörn úr landi í óvissu og foreldra þeirra í hrylling. Og dýpka þannig gjánna enn frekar.

Hvaða heilvita manneskja með hjarta sendir ungabörn úr landi? Hvers konar manneskjur eru það sem fordæma ekki fjöldamorð ísraela á börnum?

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur verður ekki minnst fyrir veiðigjöldin. Eða söluna á Íslandsbanka. Hennar verður minnst fyrir samsekt í þjóðarmorði. Fyrir að styðja illskuna á myndinni.

Gaza israel prime minister orders strike
Eftirlýstur fyrir glæpi gegn mannkyni.

Birtist á Facebook síðu höfundar.

Félagið Ísland - Palestína boðar til samstöðugöngu n.k. laugardag 1. nóvember 2025, kl. 14:00, nánar.

Scroll to Top