Þjóðarmorð

« Til baka í orðalista

Þjóðarmorð (e. genocide) er skilgreint samkvæmt 2. grein alþjóðasamnings um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð frá 1948 þannig að það felist í einum eða fleiri af eftirtöldum athöfnum, séu þær framdar með það í huga að eyða, í heild eða að hluta, tilteknum þjóðernishópi, kynþætti eða trúarhópi:

a) að myrða einstaklinga úr hópnum;

b) að valda einstaklingum úr hópnum alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársauka;

c) að gera lífsskilyrði hópsins vísvitandi þannig að það valdi eyðingu hans í heild eða að hluta;

d) að gera ráðstafanir sem ætlaðar eru til þess að hindra barnsfæðingar innan hópsins;

e) að færa börn hópsins yfir í annan hóp.

Heimild: Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna

« Til baka í orðalista

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top