Mikilvægar dagsetningar

15. nóvember og 29. nóvember:

Þann 15. nóv. s.l. voru tvö ár liðin frá því Þjóðarráð Palestínumanna lýsti yfir stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraelsríkis. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 90 ríki viðurkennt Palestínu. Meðal Vesturlanda hefur aðeins Austurríki viðurkennt Palestínu. Sést þar hvað best tvískinnungur Vesturlanda: Þegar þau viðurkenndu Ísraelsríki, var réttarstaða þess enn minni en réttarstaða Palestínu nú. Enn hafa forráðamenn Ísraelsríkis ekki skilgreint landamæri síns ríkis og ekki veitt öllum íbúum jafnrétti og til var ætlað af Sameinuðu þjóðunum árið 1947.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 29 nóv. alþjóðlegan dag Palestínuþjóðarinnar. Sá dagur var valinn með hliðsjón af því að 29. nóv. 1947 lagði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að stofnuð verði tvö ríki í Palestínu: Gyðingaríki og Arabaríki. Í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna er haldin hátíðleg athöfn í tilefni dagsins. Víða um heim halda stuðningsmenn Palestínumanna mótmælafundi, m.a. fyrir framan sendiráð Ísraels. Búast má við að ísraelsríki lýsi herteknu svæðin sem eitt stórt fangelsi þennan dag („útgöngubann“). Þann dag mun Félag Ísland-Palestína afhenda sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi mótmælabréf vegna þess að Bandaríkin fjármagna þjóðarmorð í Palestínu.

Birtist í Frjáls Palestína.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top