Hugmyndafræði Ísraelsríkis: Síonisminn

Síonismi er í senn hugmyndafræði og stjórnmálastefna og kjarni hans er fólginn í þeirri hugmynd að gyðingar séu þjóð og verði að eiga sitt eigið ríki.

Mikilvægt er að gera greinarmun á fólkinu, gyðingum, og svo hugmyndafræðinni, síonismanum. Það að vera stuðningsmaður síonisma merkir ekki að vera gyðingavinur og öfugt. Maður á ekki að rugla saman hugmyndafræði og fólki. Margir gyðingar eru á móti síonismanum, hugmyndafræði Ísraelsríkis.

Virtur fræðimaður, Dr. Al-Faruqi, lýsir síonisma m.a. svona: „í réttlætingarskyni er síonismi álitinn vera fullkomnun gyðingdómsins. Sannleikurinn er sá að síonismi er túlkun á gyðingdómi sem einkennist af sterkustu þjóðrembu mannkynssögunnar hingað til. /…/ Með því að segja að gyðingar séu sérstakur kynstofn, útvalinn kynstofn sem nýtur forréttinda frá guði, þrátt fyrir að síonisminn stríði gegn öllum lögmálum hans, þá hefur síonisminn móðgað og sært allt mannkynið.“

Birtist í Frjáls Palestína.

Scroll to Top