„Gaza er helvíti á jörð“ – Orðræðugreining á umræðu Alþingismanna um þingsályktunartillögu um afstöðu Íslands um átök fyrir botni Miðjarðarhafs

BA-ritgerð Eddu Sól Arthursdóttur í stjórnmálafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.


Útdráttur

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er hvernig orðræða um átökin milli Ísraels og Palestínu birtist í umræðu og ályktun alþingismanna um afstöðu Íslands. Til þess var notast við innihaldsgreiningu og orðræðugreiningu sem var beitt á allar umræður Alþingismanna um tillögu til þingsályktunar um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs.

Til þess að svara rannsóknarspurningunum notaðist ég við kenningar um augljósan, dulinn og óljósan áróður, ódæðisáróður og réttlætingargildruna til þess að kanna hvort hægt væri að greina áróður í orðræðunni. Ásamt því notaðist ég við kenningu Garth. S. Jowett og Victoríu O’Donnell um kúgandi orðræðu til þess að kanna hvort hægt væri að greina orðræðu sem gefur til kynna mismun á viðhorfum til Palestínumanna og Ísraelsmanna.

Það var mikil samstaða í orðræðunni og fátt um andstæð viðhorf. Ríkjandi orðræðan einkenndist af skrifræðisorðræðu og það kom fram innrömmun sem kann að ýta undir þjóðarmorðsorðræðu hjá tveimur þingmönnum, þó að það hafi ekki einkennt orðræðuna. Einn þingmaður beitti þjóðarmorðsorðræðu ásamt notkun ódæðisáróðurs og réttlætingargildru til þess að réttlæta framgang Ísraelsríkis í átökunum. Auk þess kom í ljós mikil upplýsingastjórnun í orðræðunni, mikilvægar upplýsingar um háttsemi Ísraelsríkis í átökunum voru nær alveg fjarverandi, sem má greina sem afleiðingar áróðurs og skrifræðisorðræðu.

Birtist í Skemmunni.

  • Höfundur lauk BA-próf í stjórnmálafræði við Stjórnmálafræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Scroll to Top