Saga Palestínu – Tímalína

Eftirfarandi tímalína í sögu Palestínu spannar meira en tvær aldir til að útskýra hina örlagaríku atburðarás sem leiddi til stofnunar gyðingaríkis í Palestínu. Gyðingaríkið var stofnað í maí 1948 og hlaut heitið Ísrael. Ísraelsríki byggir á aðskilnaðarstefnu þar sem enginn getur orðið fullgildur þjóðfélagsþegn í ríkinu nema að vera gyðingur. Aðrir íbúar ríkisins þurfa að sætta sig við að vera þriðja flokks þjóðfélagsþegnar með talsvert minni og ótryggari réttindi vegna kynþáttar og trúar þeirra. Þetta stríðir alfarið gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

1799-1946
1947-1949
1950-1967
1968-1992
1993-2015

Árið 1993 lauk leynilegum samningaviðræðum á milli frelsissamtaka Palestínumann (PLO) og Ísraels sem boðuðu nýjan kafla í nútímasögu Palestínumanna. Hjá sumum vöktu Oslóarsamningarnir vonir um frið. Fyrir aðra, gerðu þeir algjörlega út um hugsanlegan frið.

1993PLO og Ísrael skrifa undir yfirlýsingu um meginreglur í bráðabirgðafyrirkomulagi sjálfsstjórnar (Osló I).
1995PLO og Ísrael undirrita bráðabirgðasamning sem veitir Palestínumönnum smá sjálfstjórn á ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum og Gaza ströndinni (Osló II).
1997PLO og Ísrael skrifa undir samning sem krefst þess að Ísraelskir herir hverfi að hluta til frá Hebron.
2000PLO og Ísrael endurskoða lokastöðu ágreiningsmála í samningaviðræðum á leiðtogafundinum í Camp David II.
2002Ísraelar hernema Palestínskar borgir á Vesturbakkanum á ný í kjölfar seinni Intifada.
2004Yasser Arafat (Abu Ammar) deyr 11. nóvember 2004. Hann var formaður Frelsissamtaka Palestínu (PLO) frá 1969 til 2004, forseti Palestínuríkis frá 1989 til 2004 og forseti heimastjórnar Palestínu (PNA) frá 1994 til 2004.
2005Ísrael framkvæmir „aftengingu“ sína frá Gaza, hermenn og landræningjar síonista yfirgefa landránsbyggðirnar á Gaza.
2006Hamas vinnur sigur í lýðræðislegum kosningum sem haldnar voru í Palestínu 25. janúar 2006.
2006Stríð brýst út á milli Ísraels og Hezbollah í Líbanon.
2007Hamas tekur yfir stjórnina á Gaza í kjölfar kosningasigurs þeirra 2006 og eftir stutt vopnuð átök á Gaza við Fatah á tímabilinu 10. – 15. júní 2007. Í kjölfarið setja Ísrael og Egyptaland Gaza undir herkví þar sem öllu innstreymi eða útstreymi, hvort heldur á vörum eða fólki, er stjórnað af ríkjunum tveimur með harðri hendi.
2008Ísraelar ráðast á Gaza-svæðið með því sem þeir kalla „Operation Cast Lead“.
2008Friðarsinnar á tveimur bátum varpa akkeri á Gaza og rjúfa herkví Ísraels.
2012Ísraelar ráðast á Gaza enn og aftur, í því sem þeir kalla „Operation Pillar of Defence“.
2014Ísraelar gera stærstu árás á Gaza síðan 1967, sem þeir kalla „Operation Protective Edge“.
2015Ísraelar halda snemma kosningar fyrir 20. Knesset þingið. Likud flokkurinn, undir forystu Benjamin Netanyahu, vinnur aftur.

Heimildir:

Scroll to Top