29. nóvember sl. voru 50 ár liðin frá því Allsherjarþing S.þ. samþykkti hina umdeildu og örlagaríku ályktun um skiptingu Palestínu í tvö nokkurn veginn jafnstór ríki, gyðinga og araba. Það var sendiherra Íslands, Thor Thors sem lagði tillöguna fyrir Allsherjarþingið af hálfu nefndar sem hann var formaður fyrir.
Einungis annað ríkið hefur orðið að veruleika, Ísrael og það hefur með hernaði lagt undir sig hinn hlutann sem ætlaður var Palestínumönnum, og einnig hluta af öðrum nágrannalöndum. Ísraelsstjórn neitar að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna og skila herteknu landi og leyfa flóttamönnum að snúa heim aftur. Kjörnir leiðtogar Ísraelsríkis neita líka að standa við gerða samninga, þar á meðal Oslóarsamkomulagið, og virða sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1977 að gera 29. nóvember að alþjóðlegum samstöðudegi með baráttu Palestínumanna fyrir sínum þjóðarréttindum.
Félagið Ísland-Palestína var stofnaö 29. nóvember 1987 varð því 10 ára nú. Baráttumála dagsins og afmælisins var minnst með fundi í Lækjarbrekku. Húsfyllir var og vakti fundurinn athygli fjölmiðla. Meðal annarra mættu bæði fréttamenn frá Stöð 2 og sjónvarpi RÚV og fluttu fréttir af fundinum.
Formaður félagsins, Sveinn Rúnar Hauksson, flutti nokkur orð í upphafi um stofnun félagsins og minntist brautryðjendastarfs séra Rögnvalds heitins Finnbogasonar, sem var fyrsti formaður félagsins. Hann þakkaði einnig Elíasi Davíðssyni sértaklega fyrir ötult starf. Svavar Gestsson alþingismaður flutti ávarp og Helga Bachmann leikari les upp. Þá fluttu Þorvaldur Örn Árnason og Ragnheiður Jónsdóttir nokkur lög og stóðu fyrir fjöldasöng.
Birtist í Frjáls Palestína.