Í gær voru 50 ár liðin frá ályktun Allsherjarþings Sþ númer 3379 sem lýsti því yfir að síonismi væri rasismi („Determines that Zionism is a form of racism and racial discrimination“). Ályktunin er að sjálfsögðu rétt en Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri „vinaþjóðum“ okkar tókst að beita völdum sínum og áhrifum til að fá sama þing til að draga til baka ályktunina 16 árum síðar, árið 1991. Trump er ekki fyrsti foringi Vestursins til að kúga okkur og önnur ríki til hlýðni.

Fréttir voru sagðar af ályktuninni í íslenskum dagblöðum 11., 12. og 13. nóvember 1975. Morgunblaðið stendur með sínum á meðan Dagblaðið og Þjóðviljinn eru hlutlausari og ekkert blað gerir tilraun til að skýra ástæður ályktunarinnar.
Allt hefur þetta fallið í gleymskunnar dá eins og svo ótal margt annað um síonismann.



Birtist á Facebook síðu höfundar.
