Palestinian Liberation Organisation

« Til baka í orðalista

Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) voru stofnuð á fyrstu ráðstefnu þjóðarráðs Palestínumanna (PNC) sem haldin var í Jerúsalem 28. maí – 2. júní 1964 og eru skilgreind sem leiðtogasamtök Palestínumanna. Samþykktir samtakanna koma fram í þjóðarsáttmála Palestínumanna sem útgefin var á sömu ráðstefnu.

PLO er þjóðernisbandalag Palestínumanna og viðurkennt á alþjóðavettvangi sem opinber fulltrúi palestínsku þjóðarinnar á hernumdu svæðunum.

Upphaflegt markmið PLO var að koma á fót arabísku ríki yfir öllu yfirráðasvæði fyrrverandi Palestínu og samtökin viðurkenndu í upphafi ekki Ísrael en í friðarsamkomulagi milli ísraelsku ríkisstjórnarinnar og PLO árið 1993 (Oslóarsamkomulagið I) þá viðurkenndi PLO Ísrael og samþykkti einnig samþykkt Öryggisráðs nr. 242, sem kvað á um að Ísrael skyldi hörfa af hernumdu svæðum og að Ísrael viðurkenndi PLO sem lögmætt yfirvald sem fulltrúi palestínsku þjóðarinnar.

Heimild: Wikipedia og Þjóðarráð Palestínu.

« Til baka í orðalista
Scroll to Top