Forsætisráðherra Ísraels Ehud Barak (Verkamannaflokkurinn) samþykkti í nóvember árið 2000 fyrsta verkefnið í að byggja aðskilnaðarmúr samhliða því að innlima land og upprætingu trjáa á hernumdu svæði Palestínu til að koma múrnum þar fyrir en ekki inn á landsvæði Ísraels.
Í júní 2002 hófu síðan ísraelsk yfirvöld að byggja aðskilnaðarmúr vestan við Jenín að sögn til að tryggja öryggi ríkisins gegn andspyrnu Palestínumanna sem börðust gegn ólöglegu ísraelsku hernámi í Palestínu frá 1967. Andspyrna Palestínumanna, hvort heldur friðsamleg eða vopnuð, er lögleg samkvæmt Genfarsamningum gegn ólöglegu hernámi og áratuga langri nýlendukúgun Ísraels.
Stærstur hluti aðskilnaðarmúrsins liggur innan Vesturbakkans, frekar en á Grænu línunni frá vopnahléslögunum frá 1949. Svæðið milli Grænu línunnar og aðskilnaðarmúrsins er kallað „Seam Zone“.
Talið er að um það bil 47,6% af hernumdu svæði Vesturbakkans verði í raun innlimað af Ísrael, og þannig tryggt að ólöglegt landrán Ísraels ekki aðeins viðhaldist heldur stækki.
Aðskilnaðarmúrinn rís á landi Palestínumanna
Ólikt því sem margir halda rís aðskilnaðarmúrinn í Palestínu ekki á landamærum Vesturbakkans (Palestínu) heldur á herteknu palestínsku landi. Ísraelsmenn hafa reynt að telja heimsbyggðinni trú um að hér sé um „öryggisgirðingu“ að ræða, reista í þeim tilgangi að varna hryðjuverkamönnum inngöngu inn í Ísrael. Sú staðreynd að múrinn, sem er allt upp í átta metra hár, liggur víðast langt frá viðurkenndum landamærum Ísraels – lengst inni á herteknu landsvæði Vesturbakka Palestínu – hlýtur að vekja grunsemdir um að aðrar ástæður liggi að baki.
Aðskilnaðarmúrinn – Wikimedia Commons CC 3.0
Aðskilnaðarmúrinn – Wikimedia Commons CC 3.0
Afstaða málsaðila, alþjóðasamfélagsins og -dómstólsins
Afstaða Ísraels
Ísrael réttlætir byggingu aðskilnaðarmúrsins undir því yfirskini að „öryggisáhyggjur“ séu til staðar. Samkvæmt Ísrael:
Aðskilnaðarmúrinn verndar ísraelska borgara, þar á meðal „landnema“ (eða öllu réttara landræningja).
Aðskilnaðarmúrinn er eingöngu byggður samkvæmt öryggissjónarmiðum.
Í Jerúsalem er markmið aðskilnaðarmúrsins að gera Jerúsalem að „gyðinglegri“ borg.
Afstaða Palestínumanna
Aðskilnaðarmúrinn er enn ein tilraun Ísraelsmanna til að ná palestínsku landi undir landnema-nýlenduverkefni sitt:
Aðskilnaðarmúrinn tekur eins mikið palestínskt land og eins margar náttúruauðlindir og mögulegt er.
Aðskilnaðarmúrinn, og stjórnun hans, styrkir ferlið við að innlima palestínskt land.
Fullyrðingar Ísraelsmanna um að aðskilnaðarmúrinn hafi komið í veg fyrir andspyrnu Palestínumanna eru tilhæfulausar: Minnkun árása er vegna ákvörðunar Palestínumanna um að veita andspyrnu með ofbeldislausum aðgerðum.
Aðskilnaðarmúrinn spillir fyrir tveggja ríkja lausninni og innlimar í raun mikilvæg svæði í hernumdu ríki Palestínu, þar á meðal Austur-Jerúsalem og svokölluð svæði eins og „Ariel“, „Gush Etzion“ og „Ma’ale Adumin“.
Afstaða alþjóðasamfélagsins
Alþjóðasamfélagið viðurkennir ekki neinn þátt landránsframkvæmda Ísraels, þar á meðal aðskilnaðarmúrsins:
Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur og verður að vera að rífa niður.
Réttur Ísraels til að vernda borgara sína ætti að vera innan eigin landamæra, ekki innan hernumda svæðisins.
Aðskilnaðarmúrinn kemur í veg fyrir grundvallarréttindi Palestínumanna, þar á meðal sjálfsákvörðunarrétt og aðgang að náttúruauðlindum, menntun, heilbrigðisþjónustu, trúarstöðum, einkaeignum og í mörgum tilfellum fjölskyldum þeirra.
Alþjóðadómstóllinn
Ráðgefandi álit Alþjóðadómstólsins:
Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur, hann verður að rífa niður og þeir sem hafa orðið fyrir skaða vegna hans verða að fá bætur.
Ísrael er skylt að bæta fyrir allt tjón sem hlýst af byggingu aðskilnaðarmúrsins.
„Öll ríki eru skuldbundin til að viðurkenna ekki þá ólöglegu stöðu sem bygging aðskilnaðarmúrsins hefur skapað og að veita ekki aðstoð eða aðstoða við að viðhalda því ástandi sem slík bygging skapaði.“
Tölfræði um aðskilnaðarmúrinn
Eftirfarandi tölfræðipplýsingar um uppbyggingu aðskilnaðarmúrsins eru frá ísraelsku mannréttindasamtökunum B’Tselem og voru síðast uppfærðar 2012. Upplýsingarnar eiga við um endanlega uppbyggingu aðskilnaðarmúrsins í samræmi við leiðina sem ísraelsk stjórnvöld samþykktu 30. apríl 2006.
Staða uppbyggingar
Lengd (km)
Hlutfall af áætlaðri heildarlengd
Uppbyggingu lokið
439,7
62,1 %
Uppbygging í gangi
56,6
8 %
Uppbygging ekki hafin
211,7
29,9 %
Samtals
708
100 %
Eftirfarandi mynd er af korti útgefnu af OCHA, stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem sýnir stöðu uppbyggingar í júlí 2011.
Afmarkað „varnarsvæði“ í kringum aðskilnaðarmúrinn
„Seam Zone“ er hugtak sem notað er til að vísa til landsvæðis á Vesturbakkanum, sem Ísraelar hernumdu, austan við Grænu línuna og vestan við aðskilnaðarmúr Ísraels sem er að mestu reistur á landsvæði Palestínumanna.
„Seam Zone“ er skilgreint sem „lokað svæði“ samkvæmt hernaðarfyrirmælum ísraelska hersins og er eingöngu ætlað Ísraelum og gyðingum búsettum erlendis.
Samkvæmt Ísrael er verið að útbúa varnarsvæði „Buffer Zone“ í kringum aðskilnaðarmúrinn til að verjast andspyrnu Palestínumanna en þar sem múrinn er að mestu leyti reistur á palestínsku landi en ekki ísraelsku er nærtækast að álykta að markmiðið sé í reynd áframhaldandi ólögleg innlimun á landi Palestínumanna. Andspyrna Palestínumanna gegn ólöglegu og áratuga löngu hernámi ísraelskra síonista er löglegur réttur þeirra samkvæmt Genfarsamningunum.
Helstu staðreyndir um aðskilnaðarmúrinn
Samkvæmt skýrslu OCHA frá því 30. desember 2022 þá verður heildarlengd aðskilnaðarmúrsins, bæði það sem búið er að byggja og það sem er áætlað, um 713 km, meira en tvöfalt lengri en Græna línan sem aðgreindi landsvæði Ísraels og Palestínu og á þessum tíma er um 65 prósent af samþykktri leið Ísraelsstjórnar lokið.
85 prósent af leið aðskilnaðarmúrsins liggur innan Vesturbakkans og fullgerður samkvæmt áætlun mun hann einangra 9 prósent af landsvæði Vesturbakkans, þar á meðal Austur-Jerúsalem.
71 ísraelsk landránsbyggð og yfir 85 prósent af landránsbyggðinni er innan „Seam Zone“ svæðisins (afmarkað svæði í kringum aðskilnaðarmúrinn skigreint sem „Buffer Zone“ af ísraelskum stjórnvöldum).
Um það bil 150 palestínsk samfélög sem búa á öðrum hluta Vesturbakkans eiga ræktarland staðsett innan „Seam Zone“ og neyðast til að sækja um sérstök leyfi eða „fyrirfram samhæfingu“ til að fá aðgang að uppskeru sinni og búfé.
Bændur geta aðeins komist að landi sínu í gegnum 69 tilgreind hlið sem eru undir stjórn ísraelskra yfirvalda og eru yfirleitt lokuð. Flest landbúnaðarhlið opna aðeins á ólífuuppskerunni frá október til nóvember í takmarkaðan tíma á hverjum degi.
Um 11.000 Palestínumenn sem búa í „Seam Zone“ eru með skilríki á Vesturbakkanum en eru einnig háðir leyfi eða sérstöku fyrirkomulagi um að búa í eigin húsum.
Palestínumenn með skilríki á Vesturbakkanum þurfa sérstök leyfi frá ísraelskum yfirvöldum til að komast inn í Austur-Jerúsalem; þeir geta gert það í gegnum fjórar af 14 eftirlitsstöðvum við aðskilnaðarmúrinn.
Gettóvæðing Vesturbakkans
Með uppbyggingu aðskilnaðarmúrsins hefur Ísrael sett af staða gettóvæðingarverkefni sem í sínum ólíku birtingarmyndum fangelsar palestínsku þjóðina og einangrar hana víða frá lífsnauðsynlegri grunnþjónustu. Megin markmið Ísraels með aðskilnaðarmúrnum er ekki tryggja öryggi sinna eigin borgara heldur fyrst og fremst að leggja undir sig meira land og um leið að hrekja frumbyggja landsins á brott. Aðskilnaðarmúrinn hefur einmitt í þessum tilgangi verið byggður að langt mestu leyti inn á landsvæði Palestínumanna en ekki á landsvæði Ísraels auk þess sem að hann umlykur ólöglegar landránsbyggðir Ísraela á Vesturbakkanum. Þetta þýðir í raun ólöglega innlimun lands að mati Alþjóðadómstólsins og er skýlaust brot á sjálfsákvörðunarrétti Palestínumanna.
Lega múrsins einangrar mörg byggðarlög Palestínumanna t.a.m. borgina Qalqylya sem er algerlega umkringd múrnum. Eftir tilkomu múrins er atvinnuleysi þar gríðarlegt enda getur borgin ekki sinnt hlutverki sínu sem þjónustuborg við nágrannasveitir. Borgarbúar sjálfir hafa verið rændir nánast öllu ræktarlandi sínu og geta aðeins ferðast inn og út úr borginni gegnum sérstök hlið. Múrinn einangrar þúsundir palestínskra bænda frá jörðum sínum og mikið af besta ræktarlandi Palestínu lendir „Ísraelsmegin“ múrsins.
Með gettóvæðingunni er palestínsku þjóðinni gert ómögulegt að lifa af landi sínu með t.d. hefðbundnum landbúnaði og verða í raun fangar í eigin landi háðir utanaðkomandi aðstoð. Útkoman fyrir Palestínumenn er að landinu þeirra er rænt sem og mörkuðum og auðlindum, samfélög geta því ekki séð fyrir sér á fullnægjandi hátt og með reisn en eru þess í stað gerð að þurfalingum á framfæri erlendra ríkja.
Norður-gettóið
Norðvesturhluti múrsins á milli bæjanna Jenin og Qalqiliya eða „fyrsti áfanginn“, samtals 145 km er lokið en heldur síðan áfram suður á bóginn til Salfit. Þaðan sameinast hann hinum hluta múrsins og myndar gettó í norðri. Í þessum „áfanga“ hafa 13 þorp vestan við múrinn í reynd verið innlimuð í Ísrael og um 50 þorp eru aðskilin frá landi sínu. Að auki hefur Ísrael gert upptæka 36 grunnvatnsbrunna og að minnsta kosti 14 aðrir brunnar eru í hættu á að verða rifnir vegna svokallaðra „verndarsvæða“ múrsins.
Mið-gettóið
Salfit sem er frjósamasta landssvæðið á Vesturbakkanum og þekkt sem „matarkarfan“, mun missa meira en 50% af ræktunarlandi sínu og verða einangrað á bak við aðskilnaðarmúrinn. Norðan við Salfit sker Ariel-landránsbyggðin sig inn í 22 km af Vesturbakkanum og aðskilur mið-gettóið frá norðrinu. Landránsbyggðin innlimar 2% af Vesturbakkanum.
Aðskilnaðarmúrinn liðast einsog snákur um 22 km inn á Vesturbakkann til að innlima landránsbyggðirnar Immanuel og Ariel inn í Ísrael og myndar einsog tvo fingur. Leiðin milli þessara tveggja landránsbyggða myndar lítil og einangruð palestínsk gettó. Samfélög eins og ‘Izbat Abu Adam, Dar Abu Basal og Wadi Qana eru einangruð innan landránsbyggðanna sjálfra. Þrjú önnur þorp, Az Zawiya, Deir Ballut og Rafat, austan við landránsbyggðina Ariel, verða umkringd múrnum á fjóra vegu og tengd við Vesturbakkann með göngum. Meira en tylft þorpa sem staðsett eru meðfram leið aðskilnaðarmúrsins munu samanlagt missa þúsundir dunum (1 dunum eru ca. 1.000 fm) af ræktunarlandi.
Jerúsalem-gettóið
Aðskilnaðarmúrinn umlykur hina helgu borg Jerúsalem og myndar hring utan um landránsbyggðirnar og eykur þannig einangrun Jerúsalem frá Vesturbakkanum. Múrinn rífur í sundur þorp og hverfi, aðskilur fjölskyldur, rýfur félagsleg og efnahagsleg tengsl Palestínumanna og landsvæðið sem síonistaherinn hefur stolið markvisst með þessum hætti leggur grunninn að því gera Jerúsalem að framtíðarhöfuðborg Ísraels.
Landrán með þjóðernishreinsunum
Tilgangur múrsins er greinilega að ræna enn meira landi af Palestínumönnum, stuðla að þjóðernishreinsunum og tryggja innlimun ólöglegra landránsbyggða gyðinga í Ísraelsríki. Ef fram fer sem horfir mun múrinn einnig koma í veg fyrir að palestínska þjóðin geti nokkurn tíma lifað frjáls í sjálfstæðu ríki á Vesturbakkanum og Gaza, sem þó þekur aðeins 22% af upphaflegu landi Palestínumanna. Múrinn mun leiða til þess að Palestínumenn munu í framtíðinni aðeins geta lifað í aðskildum og einangruðum gettóum, umkringdir ísraelska hernum og landtökumönnum.
Aðskilnaðarmúrinn – Wikimedia Commons CC 3.0
Aðskilnaðarmúrinn – Wikimedia Commons CC 3.0
Samkvæmt áætlunum Ísraela mun rúmlega 40% alls lands Vesturbakka Palestínu liggja Ísraelsmegin múrsins. Ef Ísraelsmenn ná sínu fram verður heildarlengd múrsins meira en 730 km, en til samanburðar má nefna að landamæri Ísraels og Vesturbakkans eru um 200 km löng. Múrinn leggur líf hundraða þúsunda manna í rúst og gerir að engu möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi. Tilurð hans kemur einnig í veg fyrir að raunverulegur friður geti náðst á svæðinu þar sem sjálfstætt ríki Palestínu fengi þrifist við hlið Ísraels.
Múrinn ólöglegur samkvæmt alþjóðalögum
Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur samkvæmt Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðalögum sem Ísrael er aðili að. Bygging hans er einnig skýlaust brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna, enda krafðist allsherjarþingið í lok ársins 2004 að framkvæmdum Ísraelsmanna yrði hætt tafarlaust.
Ályktun Alþjóðadómstólsins
Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í febrúar 2004 að byggingu múrsins skyldi tafarlaust hætt, hann skyldi rifinn og fórnarlömbum við bygginu hans – m.a. þeir sem misst hafa hús sín, jarðir og atvinnu – skuli tafarlaust greiddar bætur, sjá ráðgefandi álit dómstólsins.
Í ályktun Alþjóðadómstólsins segir jafnramt að það sé skylda allra ríkja sem eiga aðild að Genfarsáttmálanum og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um verndun borgara á stríðstímum að virða stofnsáttmála S.þ. og sjá til þess að Ísraelar fari að alþjóðalögum og fari eftir úrskurði dómstólsins. Líkt og flest ríki heims er Ísland í þeim hópi. Þess er krafist að ríki heims styðji ekki múrbygginguna efnahagslega eða með öðrum hætti og skorað er á Allsherjarráð og Öryggisráð að grípa til viðeigandi ráðstafana gagnvart Ísrael ef þeir neita að fara eftir úrskurðinum. Bandaríkin hafa hingað til beitt neiturnarvaldi til að koma í veg fyrir ályktun Öryggisráðsins gegn Ísrael í þessu máli.
Ofangreindar upplýsingar eru m.a. byggðar á texta af gömlum vef Félagsins Ísland-Palestína um aðskilnaðarmúrinn sem og úrdráttum í lauslegri þýðingu úr nokkrum heimildum, sjá hér að neðan.
Múrinn 2011
Lega aðskilnaðarmúrsins 2011 á landi Palestínumanna á Vesturbakkanum og umhverfis landránsbyggðir síonista
Kort frá OCHA, stofnun Sameinuðu þjóðanna, með upplýsingum um aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum m.v. uppbyggingu hans í júlí 2011 og sýnir m.a. eftirfarandi:
Lega og lengd aðskilnaðarmúrsins
Hvað er búið að reisa mikið af áætluðum aðskilnaðarmúr
Hvað og hvar er áætlað að verði byggt til viðbótar við núverandi aðskilnaðarmúr
Daglegur og árstíðarbundin opnunartími hliða á aðskilnaðarmúrnum
Lega aðskilnaðarmúrsins 2022 á landi Palestínumanna á Vesturbakkanum og umhverfis landránsbyggðir síonista
Kort frá OCHA, stofnun Sameinuðu þjóðanna, með upplýsingum um aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum m.v. uppbyggingu hans í desember 2022 og sýnir m.a. eftirfarandi:
Legu aðskilnaðarmúrsins
Staðsetningu og fjölda varðstöðva ísraelska hersins við aðskilnaðarmúrinn
Staðsetningu og fjölda hliða á aðskilnaðarmúrnum
Stærð og staðsetningu á „Seam Zone“ eða svokölluðu „varnarsvæði“ Ísraela
Hvað er búið að reisa mikið af áætluðum aðskilnaðarmúr
Hvað og hvar er áætlað að verði byggt til viðbótar við núverandi aðskilnaðarmúr
Greinar og myndbönd um aðskilnaðarmúrinn og -stefnu Ísraels í Palestínu
Nokkrar greinar og myndbönd sem fjalla um aðskilnaðarmúrinn og aðskilnaðarstefnu (Apartheid) síonista í Ísrael og skelfilegar afleiðingar þeirra á líf frumbyggja Palestínu en þeim hefur verið gert í áratugi að lifa sem gíslar í eigin landi inn í afmörkuðum gettóum með takmarkaða möguleika á að framfleyta sér og sínum.
Myndbönd um aðskilnaðarmúrinn
Greinar um aðskilnaðarmúrinn og aðskilnaðarstefnuna
Grein frá Borgarlegu bandalagi um réttindi Palestínumanna í Jerúsalem, CCPRJ Af þeim 71.000 dunumum (71 km2.) sem voru innlimaðir í Jerúsalem árið 1967 hafa um 35% verið tekin eignarnámi fyrir byggingu landtökubyggða. Í dag eru
Aðskilnaðarstefna. Þetta orð tekur okkur flest áratugi aftur í tímann, til Suður-Afríku, þar sem dökk börn máttu ekki ganga í sama skóla og hvít börn, dökkt fólk og hvítt mátti ekki giftast og almennt var
Við lifum á tímum upplýsinga. Ef við kærum okkur um getum við kynnt okkur sögu Palestínu, tilurð Ísraelsríkis og allt það sem hefur gerst síðan. Við fáum upplýsingar í rauntíma um hvað er að gerast
Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Ég byrja þetta bréf með tilvitnunum í ykkar eigin orð: „Dýpsta hugmyndafræðilega baráttan á okkar tímum snýst um mannréttindi og snýst um lýðréttindi
Enn eitt slæmt árið í sögu palestínsku þjóðarinnar líður senn á enda og þörf er á einbeitni til að sjá eitthvað jákvætt og að halda vonarneistanum lifandi. Í lok síðasta árs, þriðja í jólum, hóf
Frá árinu 1948 hafa Palestínumenn búið við hlið Ísraela, við nánast stanslaust áreiti og yfirgang. Fjögur stór stríð hafa verið háð á svæðinu ásamt því að Palestínumenn hafa tvisvar gert uppreisn, Intifada, gegn hersetu og
Þann 31. mars síðastliðinn greindi fréttavefur Morgunblaðsins frá því að það hefði komið til ryskinga þegar Palestínumenn reyndu að skemma „varnargirðingu sem Ísraelar reisa nú á milli sín og palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna.“ Þótt það sé rétt
Ólikt því sem margir halda rís Aðskilnaðarmúrinn í Palestínu ekki á landamærum Vesturbakkans (Palestínu) heldur á herteknu palestínsku landi. Ísraelsmenn hafa reynt að telja heimsbyggðinni trú um að hér sé um „öryggisgirðingu“ að ræða, reista
Þegar horft er frá Ólívufjalli yfir Jerúsalem virðist borgin standa undir nafni, borg friðarinns. Þetta er sjón sem ekki er annarri lík hér á jörð en uppi á fjallinu er þó einmanalegt þessa dagana. Byggingin
Um þessar mundir eru fjögur ár liðin síðan Sharon ruddist inn á helgasta reit múslima í Jerúsalem með her manna og kallaði þar með fram mótmæli Palestínumanna sem síðan voru kæfð í blóði. Það varð
Í ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins þann 9. júlí 2004 kemur fram að Ísrael verður tafarlaust að stöðva byggingu aðskilnaðarmúrs á hernumdu svæði Vesturbakkans, rífa niður þá hluta hans sem þar hafa verið byggðir og bæta fyrir