Yfirlýsing frá Félaginu Ísland-Palestína

Yfirlýsing frá Félaginu Ísland-Palestína 15.4.1991:


Vegna tilrauna Ísraelsríkis og bandarískra yfirvalda til að grafa undan tilverurétti palestínsku þjóðarinnar og sniðganga forystu hennar, teljum okkur skylt að taka eftirfarandi fram:

  1. Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, eru viðurkennd af öllum Palestínumönnum hvar sem þeir búa og af yfirgnæfandi meirihluta ríkja heims sem málsvari palestínsku þjóðarinnar.
  2. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að tveim undanskildum (Bandaríkjunum og Ísrael) viðurkenna rétt palestínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar og nauðsyn þess að haldin verði alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna með þátttöku allra deiluaðila á jafnréttisgrundvelli, þ.m.t. PLO.
  3. Frelsissamtök Palestínumanna hafa lýst sig reiðubúin til að viðurkenna Ísraelsríki og virða samþykktir Sameinuðu þjóðanna.
  4. Friður í Austurlöndum nær er hins vegar óhugsandi meðan Bandaríkin Norður-Ameríku neita palestínsku þjóðinni rétt til sjálfsákvörðunar, sniðganga viðurkennda fulltrúa hennar og koma í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar geti framfylgt ályktunum sínum um Palestínumálið.

Birtist í Frjáls Palestína.

  • Höfundur er læknir, formaður Félagsins Ísland Palestína (1991-2016) og heiðursborgari í Palestínu (frá 2015).

Scroll to Top