Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að landslið Íslands skuli leika gegn liði Ísraels í Evrópumóti karla þann 28. ágúst nk.
31. júlí sl. skoraði Félagið Ísland – Palestína á KKÍ að leika ekki við lið Ísraels.
Í áskoruninni vísaði FÍP til sáttmála Evrópuráðsins um að íþróttafólk „skulu virða og vernda alþjóðlega viðurkennd mannréttindi og grundvallarfrelsi“, ennfremur var vísað til laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um „samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“
Í yfirlýsingu KKÍ segir að „KKÍ telur ekki rétt að hætta við þátttöku á EuroBasket.“ og „íþróttir eru vettvangur til að byggja brýr og tengja samfélög, þar geta líka verið tækifæri til að vekja umræðu. Ljóst er að slíkt gerist þó ekki með því að hætta þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.“
FÍP harmar afstöðu KKÍ.
Yfirlýsinguna í heild má finna hér að neðan.
Birtist fyrst á Facebook síðu Félagsins Ísland – Palestína.