Úthugsuð dauðagildra

Á hverjum degi tæta vélbyssur „Ísraels“ í sig fjölda Palestínumanna sem eru að reyna að ná sér í neyðaraðstoð. Þetta er úthugsuð dauðagildra. Kerfisbundið og markvisst. Sveltið fólkið, lokkið það þangað sem því er heitið mat og skjótið svo á fjöldann.

Það er magnað að þetta vekur enga athygli. Hér ríkir þögnin ein. Engar aðgerðir, ekki neitt. Við erum enn í viðskiptum og vinalegum samskiptum á öllum sviðum við morðingjana. Vikur eru síðan okkar æðstu ráðamenn höfðu miklar áhyggjur en áhyggjurnar hafa ekki skilað neinu og engum bjargað. Fólk er ennþá sallað niður á sama hátt. Heilli þjóð troðið hægt og rólega gegnum hakkavél. Andi nasismans lifir enn góðu lífi í vestri.

Birtist fyrst á Vísi.

Höfundur

Scroll to Top