Í fréttaumfjöllun um Gaza eru heildartölur látinna og slasaðra á Gaza stundum getið og jafnframt tekið fram að þetta séu tölur frá Heilbrigðisráðuneytinu á Gaza eða Heilbrigðisráðuneyti Hamas í tilraun til að kasta rýrð á tölurnar þrátt fyrir að þær hafi ávallt verið viðurkenndar af SÞ, alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarsamtökum og ísraelskum stjórnvöldum allt fram að 7. október 2023.
Bein og óbein dauðsföll
Opinberar tölur tilgreina einungis afmarkað hlutfall allra dauðsfalla vegna hernaðaraðgerða ísraelska hersins inn á Gaza, þ.e. einungis bein dauðsföll. Óbein dauðsföll vegna gjöreyðingar allra grunninnviða samfélagsins eru ekki inn í þessum tölum og því gefa opinberar tölur ekki til kynna raunverulegar afleiðingar af hernaðaraðgerðunum.
Með því að leggja grunninnviði heils samfélags í rúst m.a. vegakerfi, íbúðarhúsnæði, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, vatns- og skolplagnir ásamt því að innflutningur allra matvæla og hjálpargagna er stöðvaður eða takmarkaður til að skapa manngerða hungursneyð þá er verið að auka á hörmungar hernaðaraðgerðanna til að flýta fyrir andláti þeirra sem veikust standa í samfélaginu hverju sinni og að drepa enn fleiri án hergagna með sjúkdómum og með því að svelta í fólk hel.
Opinberar tölur um dauðsföll segja ekki alla söguna
Opinberar tölur um dauðsföll á Gaza byggja á tölfræðilegum skýrslum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza (Gaza Health Ministry) og mikilvægt að leggja áherslu á að opinberu tölurnar sem reglulega eru birtar, sem nánast allir fjölmiðlar, stjórnvöld og World Health Organization (WHO) treysta, takmarkast við:
- aðeins þau dauðsföll þar sem hægt er að bera kennsl á viðkomandi einstaklinga og
- aðeins þau dauðsföll sem hægt er að tengja við árásir Ísraelsmanna.
Óbein dauðsföll vegna innrásar ísraelska hersins
Óþreytandi starf yfirvalda í Gaza er aðdáunarvert og afar mikilvægt, en það er mjög takmörkuð sýn á heildaráhrif allra hernaðaraðgerða Ísraels. Til að fá raunhæfari mynd verður að nota þessar opinberu tölur sem eina af mörgum mikilvægum þáttum eins og:
- vannæringu
- smitsjúkdómum
- heilsufarsvandamálum mæðra og nýbura
- ómeðhöndluðum eða óleystum fyrirliggjandi sjúkdómum
- óuppgötvuðum eða gröfnum líkum (meira en 90% bygginga á Gaza eru skemmdar eða eyðilagðar)
Talið er að tjón þessara samanlagðra þátta sé langt umfram opinberu tölurnar sem eru kynntar opinberlega af ýmsum aðilum. Íhugaðu eftirfarandi mat frá vísindamönnum:
Eftirfarandi var nefnt í viðauka við bréf til bandarískra stjórnvalda frá 2. október 2024 frá heilbrigðisstarfsfólki þar sem vitnað var í rannsóknir BMC Medicine:
Dauðsföll vegna hernaðarofbeldis eru yfirleitt minnihluti heildardauðsfalla og reyndar getur aukinn dánartíðni meðal óbreyttra borgara í stríðum verið 25 sinnum hærri en dauðsföll vegna hernaðarofbeldis.
Raunverulegar tölur um dauðsföll
Ef við tökum þessa mælikvarða á mati Ísraels sjálfs um að „að minnsta kosti 17.000“ af tilkynntum dauðsföllum hafi verið Hamas-liðar, þá þýðir það að næstum hálf milljón (425.000) óbreyttir borgarar til viðbótar hafi verið myrtir eða látist í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraels.
Næstum 425.000 óbreyttir borgarar til viðbótar hafi verið myrtir eða látist í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraels
Úr The Lancet, tímaritinu um læknisfræði og lýðheilsu (10. júlí 2024):
Það er ekki ólíklegt að áætla að allt að 186.000 eða jafnvel fleiri dauðsföll megi rekja til núverandi átaka á Gaza.
Úr ofangreindum viðauka (bls. 6) sem byggir á skýrslum frá IPC um alvarlegt matvælaóöryggi:
Samtals er líklegt að 62.413 manns hafi látist úr hungri og öðrum afleiðingum þess í Gaza frá 7. október 2023 til 30. september 2024. Flest þeirra munu hafa verið ung börn.
Síhækkandi rauntölur dauðsfalla
Samkvæmt leiðréttu mati í The Lancet voru bein dauðsföll í Gaza um 136.000 í lok apríl 2025. Lancet byggði útreikningana á samkeyrslu gagna frá heilbrigðisstofnunum, Sameinuðu þjóðunum og líkindamódelum sem leiðréttu fyrir skráningarskerðingu.
Óbein dauðsföll á sama tíma, vegna hungurs, sjúkdóma, vatnsskorts og skorts á heilbrigðisþjónustu, eru metin um 544.000.
Heildartalan nemur því um 680.000 látnum í Gaza í lok apríl 2025.
Sjá nánar í Opinberar og raunverulegur tölur um mannfall á Gaza – 680.000 dauðsföll.
Opinberar tölur eru ekki réttar heildartölur
Að ofangreindu má ljóst vera að birtar opinberar tölur eru ólíklega réttar heildartölur yfir alla þá sem hafa verið myrtir í hernaðaraðgerðum Ísraela né heldur þeirra sem hafa dáið óbeint sem afleiðing af gjöreyðingu allra innviða samfélagsins á Gaza, þ.m.t. sjúkrahúsa, mannúðar- og hjálparstöðva sem hefðu geta tryggt nauðsynlega hjúkrun og mataraðstoð í linnulausum hernaðaraðgerðum Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni á Gaza frá því í október 2023.
Heimildir:
- The Lancet, Counting the dead in Gaza: difficult but essential
- American healthcare workers who worked in Gaza demand a ceasefire and arms embargo
- Appendix to letter of October 2, 2024 re: American physicians observations from the Gaza Strip since October 7, 2023
- Estimating indirect mortality impacts of armed conflict in civilian populations: panel regression analyses of 193 countries, 1990–2017
- GAZA STRIP: IPC Acute Food Insecurity Special Snapshot | 1 May – 30 September 2024