Tölfræði sem segir meira en margar ræður

Á vefsíðunni „ifamericanknew.org“ er að finna ýmsar upplýsingar sem ætlaðar eru til að leiða bandarískum almenningi fyrir sjónir hverjar afleiðingar stefna Bandaríkjastjórnar í málefnum Ísraels og Palestínu hefur haft. Bandaríkin hafa lausn deilunnar í höndum sér vegna áhrifa sinna, en vegna áhrifna gyðingasamfélagsins þar í landi hafa afskipti þeirra orðið til þess að auka markvisst það óréttlæti sem ríkt hefur í samskiptum Ísraela og Palestínumanna.

Súluritin hér á síðunni segja meira en margar hjartnæmar ræður um það ástand sem ríkir í Palestínu og þann gífurlega mun sem er á lífskjörum þar og í Ísrael. Sama er að segja um félagslegt öryggi. Hryðjuverkastjórn Ariels Sharons hefur tekist með dyggri hjálp Bush forseta að búa svo um hnútana að friður er fjær en nokkru sinni fyrr.

Atvinnuleysi meðal Palestínumanna

Atvinnuleysi í Ísrael er 10,4% en meðal Palestínumanna er atvinnuleysishlutfallið talið vera milli 37 og 67%.

Fallnir Ísraelar og Palestínumenn frá 29. september 2000

Frá 29. september árið 2000 hafa 989 Ísraelar látið lífið í átökum en 2.438 Palestínumenn.

Uppbygging nýrra byggða Palestínumanna og Ísraela

Á tímabilinu mars 2001 til júlí 2003 voru rúmlega 60 gyðingabyggðir reistar á landsvæðum sem tekin voru af Palestínumönnum. Ekkert dæmi er um að Palestínumenn hafi tekið sér ísraelskt land og reist sér þar byggðir.

Ályktanir Sameinuðu þjóðanna gegn Ísrael og Palestínu

hafa samþykkt 65 ályktanir gegn háttsemi Ísraelsstjórnar en enga gegn Palestínustjórn.

Fallin ísraelsk og palestínsk börn frá 29. september 2000

Frá 29. september árið 2000 hafa 117 ísraelsk börn látið lífið fyrir hendi Palestínumanna. Á sama tíma hafa 647 palestínsk börn fallið fyrir hendi Ísraelsmanna.

Særðir Ísraelar og Palestínumenn síðan 29. september 2000

Frá 29. september árið 2000 hafa 6.709 Ísraelar og 28.135 Palestínumenn særst í átökum.

Daglegur fjárhagslegur stuðningur BNA við Ísrael og Palestínu

Bandaríkin styðja Ísraelsríki með fjárhæð sem svarar til 15.139.178 bandaríkjadala á dag, sem fara til ríkisstjórnarinnar og hersins. Stuðningur við frjáls félagasamtök í Palestínu svarar til 568.744 dala á dag

Heimilum Ísraela og Palestínumanna eytt

Frá 29. september árið 2000 hefur eitt heimili Ísralesmanna verið eyðilagt. Á sama tímabili hafa 2.202 heimili Palestínumanna verið lögð algerlega í rúst (14.436 eyðilögð að hluta).

Birtist í Frjáls Palestína.

Scroll to Top