Þöggun þjóðarmorðs með stuðningi vestrænna fjölmiðla

Aldrei hafa jafn margir fjölmiðlamenn verið myrtir eins og á Gaza í ljósi sögunnar. Í seinni heimstyrjöldinn voru 69 fréttamenn drepnir og í Víetnamstríðinu voru 63 fréttamenn drepnir. Á þeim 22 mánuðum sem liðnir eru frá innrás Ísraels inn á Gaza hafa um 242 fréttamenn verið myrtir. Fyrir liggur að þeir hafa verið kerfisbundið leitaðir uppi, fengið morðhótanir frá Ísraelska hernum og að endingu myrtir fyrir það eitt að flytja fréttir af þjóðarmorðinu. Með vitnisburði fréttamannanna hefur heimurinn fengið að vita af þeim linnulausu stríðsglæpum sem framdir eru af Ísrael gagnvart Palestínumönnum á Gaza og sá fréttaflutningur hefur reynst stríðsglæpamönnunum erfiður ljár í þúfu.

Enginn fréttamaður = Enginn vitnisburður = enginn glæpur

Fréttamenn eru mikilvægir umheiminum þegar kemur að frásögnum og vitnisburði af því sem á sér stað á hverjum tíma og varðar almannahag. Án vitnisburðar fréttamanna um mikilvæg málefni hverju sinni, ekki síst er varðar alþjóðalög og mannréttindasáttmála, þá getur spilling, glæpir og ýmis níðingsverk farið fram án nokkurrar vitneskju almennings. Ergo, enginn vitnisburður = enginn glæpur.

Ísraelska ríkið er að útrýma því sem eftir er af Gaza. Með því að gera það þurfa þeir að útrýma síðustu þekktu fréttamönnunum sem eru á lífi á Gaza, í tilraun til að þagga niður í síðustu vitnum að þjóðarmorði Ísraels á palestínsku þjóðinni á Gaza.

Owen Jones

https://www.owenjones.news/p/israel-plans-final-liquidation-of?r=1s4y3a&triedRedirect=true

Anas Al-Sharif fréttamaður leitaður uppi og drepinn af Ísraelska hernum

Meðsekt vestrænna fjölmiðla um þjóðarmorð

Fréttamaðurinn Jonathan Cook hefur skrifað ágætis grein um meðsekt vestrænna fjölmiðla og þá sérstaklega BBC í að afvegaleiða þá stríðsglæpi sem framdir eru á Gaza og þar með að þagga niður þjóðarmorð sem staðið hefur í yfir 22 mánuði. Fréttaflutningur BBC hefur m.a. einkennst af hvítþvotti á fjöldamorðum almennra borgara á þeim grundvelli að Ísrael sé einungis að verja sig og að uppræta Hamas. Af þeim sökum að mati BBC eru fjöldamorðin líklega óhjákvæmilegur fórnarkostnaður.

BBC aðstoðaði við að drepa Anas al-Sharif. Umfjöllun þess mun drepa fleiri fréttamenn.

Fjölmiðlar eru að réttlæta morð Ísraelsmanna á fréttamönnum – og þeir gera það vegna þess að þeir eru rasistar og áróðursmenn fyrir vestrænt nýlendustjórnunarkerfi í Mið-Austurlöndum.

Allar sannanir benda til þess að með því að drepa meira en 200 palestínska blaðamenn í Gaza á síðustu tveimur árum og með því að útiloka alla vestræna blaðamenn frá svæðinu, hafi Ísrael reynt að tryggja að þjóðarmorðsglæpir þess verði ekki tilkynntir. Ísrael er kerfisbundið að drepa þá sem eru best í stakk búnir til að vera vitni.

Ísrael hefur verið að ýta á opnar dyr í Bretlandi og öðrum vestrænum höfuðborgum með því að koma þeirri hugmynd á framfæri að hver sem er sem tengist stjórninni í Gaza á einhvern hátt sé mengaður af hryðjuverkum og lögmætt skotmark.

Ísrael hefur gert slíkt hið sama við fréttamenn á Gaza: gefið í skyn að öll tengsl við stjórnina á Gaza, hversu veik sem þau eru, réttlæti morð á þeim. Og vestrænir blaðamenn eins og þeir hjá BBC fylgja þessari fáránlegu frásögn.

Jonathan Cook, journalist.

https://jonathancook.substack.com/p/the-bbc-helped-kill-anas-al-sharif?r=1s4y3a&triedRedirect=true

Birtist fyrst, að hluta, á Facebook.

Höfundur

Scroll to Top