Félagið Ísland-Palestína tilkynnir mótmæli við ráðherrafund þriðjudaginn 7. október klukkan 8:45.
Þjóðarmorð Ísraelsríkis á Gaza, sjórán þeirra á Frelsisflotanum og misþyrming á meðlimum hans er aðeins möguleg í skugga fullkomins aðgerðaleysis alþjóðasamfélagins og íslenskra stjórnvalda.
Við mætum við ráðherrafund á þriðjudagsmorgun til að krefjast þess að stjórnvöld fylgi vilja almennings um að Ísrael verði stöðvað í glæpum sínum. Mætum öll sem getum við Hverfisgötu 4, þriðjudagsmorguninn 7.október klukkan 8:45!

Birtist fyrst á Facebook síðu félagsins Ísland-Palestína.