Eftir Ziva Yariv (Úr blaðinu Yediot Aharonot, Tel Aviv, 15. mars 1991)
Það er verið að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu í Ísrael um framtíð svæðanna. Þetta er fyrirtaks hugmynd – lýðræði í verki, þótt pínulítið afskræmt sé. Látum okkur ganga þennan veg lítið eitt lengra.

Þegar íbúar Ísraels hefðu ákveðið með lýðræðum kosningum framtíð íbúa herteknu svæðanna, væri það ekki nema eðlilegt að íbúar Mexico ákvæðu með þjóðaratkvæðagreiðslu hver yrði forseti Bandaríkjanna.
Spánverjar myndu halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að kjósa forseta Portúgals og íbúar Írans myndu ákveða í Teheran – með þessum sama lýðræðislega hætti – hver ætti að vinna í samkeppni Gorbachevs og Jeltzins í Moskvu.
Það er augljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem ein þjóð ákveður örlög annarrar er ekki aðeins mjög lýðræðisleg heldur hlutlæg pólitísk aðferð til að fyrirbyggja spennu, ofbeldi og æsingi.
Það er augljóst að þegar íbúar Sviss myndu ákveða hver ætti að ráða yfir Austurríki, myndu þeir ekki fara eftir þröngum hagsmunum, heldur velja aðeins það sem væri Austurríkismönnum fyrir bestu.
Á sama hátt munum við ákveða með lýðræðislegum kosningum hvað best sé fyrir palestínska nágranna okkar. Við myndum að sjálfsögðu óska þeim friðar, hamingju og sambúðar undir ævarandi yfirráðum hins ísraelskra ríkis. Amen.
Að sjálfsögðu munum við ekki leyfa Palestínumönnum á svæðunum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða örlög Ísraels. Eru þeir eitthvað sérstakt? Hvers vegna ættum við að leyfa þeim sem dansa á húsþökum, þessum gyðingahöturum, að ákvarða framtíð okkar lýðræðisríkis? Hver spyr þá yfirhöfuð hvað þeir vilja?
Birtist í Frjáls Palestína.
