Sviptum hulunni af blekkingum vestrænna ráðamanna og áróðursmiðla

Þetta hefur aldrei snúist um pólitísk samtök eins og Hamas, Fatah, PLO …. eða ísraelska gísla. Ekki gleypa við áratuga blekkingu vestrænna ráðamanna og áróðursmiðla, gagnrýnislaust.

Ljósmynd, Hosny Salah/Pixabay.com

Þetta snýst fyrst og fremst um aldalanga vestræna heimsvalda- og nýlendustefnu í Mið-Austurlöndum (og víðar) sem hefur aldrei liðið undir lok. Nýlenduverkefni evrópskra síonista í Palestínu, sem hófst með grimmilegri nýlendukúgun fyrir 77 árum, miðar að því að framkvæma eftirfarandi:

1. Þjóðernishreinsun (hrekja í burtu eða drepa frumbyggja Palestínu).

2. Þjóðarmorð (drepa alla þá sem ekki vilja láta hrekja sig í burtu).

3. Landrán (ræna landi og eignum frumbyggjanna).

Land- og eignarán síonistanna er ágætlega útskýrt í eftirfarandi myndbandi frá TRT World:

Áratuga aðgerðaleysi vestrænna ráðamanna til að koma í veg fyrir þjóðernishreinsanir, þjóðarmorð og landrán í Palestínu staðfestir þetta að öllu leyti. Vestræn ríki styðja þetta nýlenduverkefni fullkomlega, fjárhagslega, hernaðarlega og pólitískt. Án þessa stuðnings væri Ísrael sem ríki ekki til.

Málið hefur í raun aldrei verið neitt flókið þó að vestrænir ráðamenn noti gjarnan þá klisju sem smjörklípu til að dreifa athygli almennings frá kjarna málsins. Alþjóðalög, að mati vestrænna ráðamanna, eiga bara við suma og aðra ekki. Sorglegt en satt.

Birtist fyrst á Facebook.

Höfundur

Þjóð gegn þjóðarmorði - Reykjavík - Austurvöllur.
Fjöldafundur laugardaginn 6. september 2025 á Austurvelli, nánar.

Scroll to Top