188 viðtöl, 300 frásagnir einstaklinga, – allt að 10.000 blaðsíður. 30 myndbönd og 1300 ljósmyndir.
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna varð að veruleika, þrátt fyrir tilraunir Ísraels til að aftra henni
Þetta er bakgrunnur skýrslunnar sem Richard Goldstone fyrrum saksóknari stríðsglæpadómstólanna í málefnum Júgóslavíu og Rúanda afhenti Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku.
Niðurstaðan er skýr: Það ber að kæra Ísrael fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum fyrir stríðsglæpi og ef til vill glæpi gegn mannkyni.
Undir lokin nefnir skýrslan að „alvarleg brot á alþjóðalögum“ hafi átt sér stað, og hún endar með að skora á að mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna biðji öryggisráð S.Þ. að vísa Ísrael áfram til Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC).
Nefndnarmennirnir fjórir voru skipaðir af formanni mannréttindaráðsins í apríl með það markmið að „rannsaka öll brot á alþjóðlegum mannréttindum og alþjóðlegum mannúðarlögum sem kynnu nokkurn tímann að hafa verið framin í tengslum við hernaðaraðgerðirnar á Gaza á tímabilinu frá 27. desember 2008 til 18. janúars 2009, hvort heldur í aðdraganda þeirra, á meðan þeim stóð eða í kjölfar þeirra“.
Án Ísraels
Skýrslan var gerð án samvinnu við Ísrael. Ísraelsstjórn neitaði að taka þátt í rannsóknunum á Gaza og Vesturbakkanum. Meðlimir Goldstone-nefndarinnar þurftu þess vegna að fara til Egyptalands til þess að komast þaðan inn á Gaza. Þeir komust ekki inn á Vesturbakkann, þar sem Ísrael neitaði þeim um það. Nefndin fundaði þess vegna með fulltrúum palestínsku heimastjórnarinnar í Amman í Jórdaníu. Nefndin átti líka marga fundi með Hamas-stjórninni á Gaza.
Nefndin mælir með að að Ísraelsstjórn fái þrjá mánuði til að framkvæma rannsókn á Gaza-stríðinu. En Goldstone, sem er sjálfur suður-afrískur gyðingur, efast um að Ísrael muni standa fyrir „trúverðugri rannsókn á hinum meintu afbrotum“. Hann hvetur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að standa sjálft fyrir rannsókn og skila skýrslu innan sex mánaða.
Goldstone biður einnig öryggisráðið um að skipa sérfræðinganefnd til að fylgjast með rannsókninni þar til Öryggisráðið ákveður að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins.
Palestínumennirnir
Í skýrslunni segir líka að Hamas og palestínskar andspyrnuhreyfingar hafi skotið eldflaugum og sprengikúlum á suðurhluta Ísraels og þar með ekki gert greinamun á borgaralegum og varð að veruleika, þrátt fyrir tilraunir Ísraels til að aftra henni hernaðarlegum skotmörkum. „Þessar aðgerðir geta reynst stríðglæpir og glæpir gegn mannkyni“ stendur þar.
En Goldstone-skýrslan nefnir líka að hernumin þjóð hafi rétt til andspyrnu samkvæmt alþjóðlegum reglum Sameinuðu þjóðanna. Og umfjöllunin um Hamas og andspyrnuhreyfingarnar vegur lítið í 574gra blaðsíðna langri skýrslunni.
Hamas fær þó eins og Ísrael þrjá mánuði til að hefja óháða rannsókn, annars á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að taka afstöðu til þess hvort Alþjóðaglæpadómstóllinn eigi líka að höfða mál gegn samtökunum.
Goldstone-skýrslan
Hægt er að nálgast Goldstone-skýrsluna á ensku á eftirfarandi vefslóð: http://www.2ohchr.org/english/bodies/hrcouncil/specialsession/9/docs/UNFFMGC_Report.prd
Sönnunargögnin gegn Ísrael
Í Goldstone-skýrslu Sameinuðu þjóðanna er hvatt til þess að Ísrael verði kært fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum.
Hér eru helstu atriðin í skýslunni.
Í skýrslu Goldstone-nefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum er fullyrt að nefndin hafi fundið „sterkar sannanir fyrir því að stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni hafi verið framdir í átökunum á Gaza“.
- Nefndin ályktaði að Ísrael hafi „brotið alvarlega gegn 4. Genfarsáttmálanum hvað varðar vísvitandi dráp“ og að Ísraelskt herlið hafi „vísvitandi valdið fólki, sem eiga að njóta verndar samkvæmt sáttmálanum, miklum þjáningum“.
- Niðurstaðan er, að „eins og mál stand[i] sé ástæða til að telja þetta einstaklingsbundið, refsivert athæfi“.
- Ísrael „skipulagði aðgerðina á Gaza“ á tímabilinu frá desember til janúar, eftir að hafa tekið um það „pólitíska ákvörðun“.
- Ísraelsstjórn réttlætti aðgerðina með því að vísa til elflaugaárása gegn Ísrael, en í skýrslunni segir: „Á meðan Ísraelsstjórn hefur reynt að halda því fram að aðgerðir hennar hafi fyrst og fremst verið viðbrögð við eldflaugaárásum og hún hafi beitt rétt sínum til sjálfsvarnar, þá telur nefndin að árásinni – allavega að hluta til – hafi verið ætlað annað: að ráðast á íbúa Gaza í heild“.
Nútímavopn
Samkvæmt Goldstone-skýslunni framkvæmdi ísraelski herinn aðgerðina „með háþróuðustu vopnum sem hann réði yfir og Ísraelsher fullyrti að það hefðu nánast engin mistök orðið“.
- Ísraelar brutu einnig gegn grundvallarsamþykktum þegar þeir „gerðu ekki greinamun á hernaðarlegum skotmörkum og öðrum skotmörkum“ og heraflinn var gjörsamlega „óháður hlutföllum“ – en Ísraelar vissu vel að skothríðin gæti „valdið umtalsverðri eyðileggingu og mannfalli“.
- Ísraelskt herlið hóf „beinar árásir gegn borgurum sem ollu dauða“.
- Hina tíðu „árásir á borgara stríddu gegn hefðbundnum þjóðarrétti á grundvelli mannúðarástæðna“ þar sem það var „ekki hægt réttlæta þær með því að vísa til hernaðarnauðsynjar“ og þær voru framdar „ólöglega og að ásettu ráði“.
- Nefndin telur það líka stríðsglæpi að „eyðileggja innviði iðnarins, matvælaframleiðslu, vatns- og skólpkerfi og íbúðarhús“.
- Ísrael braut þjóðarrétt með því að „varpa sprengjum á íbúðarhús almennra borgara og beita kröftugu sprengiefni og hvítum fosfór, þar á meðal á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn (UNRWA), sem hafði boðið á milli 600 og 700 borgurum húsaskjól“.
- Ísrael braut einnig stríðslög með því að „ráðast vísvitandi á og eyðileggja“ borgaralegar byggingar eins og PLC – palestínska þinghúsið á Gaza sem og helsta fangelsið þar.
- Ísraelsku hermennirnir „skutu á borgara sem þeir reyndu að yfirgefa heimilin sín til að komast á öruggari stað og veifuðu hvítum fánum“
„Kerfisbundið tillitsleysi“
Í Goldstone-skýrslunni er ályktað að palestínsku lögreglumennirnir sem Ísrael drap þann 27. desember 2008 „hafi haft diplómatískt friðhelgi og þess vegna hafi Ísrael brotið alþjóðleg mannréttindalög”.
- Ísraelski heraflinn braut gegn alþjóðarétti með því að sýna kerfisbundið tillitsleysi í notkun sinni á hvítum fosfór og á svæðum í byggð og með því að „nota Palestínumenn sem mannlega skildi“.
- Ísrael leyfði ekki að særðir yrðu fluttir burt og meinaði aðgang að sjúkrabílum.
- Aðvaranir Ísraels gegn íbúum svæðisins „geta ekki verið álitnar nægilegar“. Til dæmis er það „hættuleg iðja að varpa sprengjum efst á byggingar og er fremur árás heldur en aðvörun“.
- Ísrael þrýsti líka á Palestínumenn sem voru teknir til fanga að „veita upplýsingar um Hamas, palestínskt andspyrnufólk og göng. Þetta brýtur gegn fjórða Genfarsáttmálanum“.
- Ísrael braut einnig gegn 27. málsgrein fjórða Genfarsáttmálans með því að „meðhöndla fanga á ómannúðlegan hátt“.
- Hin tveggja ára langa herkví á Gaza er samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna „hóprefsing þar sem einangrun og fátækt eru hagnýttar“.
- Ísrael sviptir Palestínumenn, tekjum, húsnæði, vatni, ferðafrelsi og réttinum til að yfirgefa landið sitt og snúa til baka, sem samkvæmt skýrslunni er „glæpur gegn mannkyni“.
Vesturbakkinn
- Ísrael brýtur einnig stríðslög á Vesturbakkanum með því að skjóta alvöru kúlum og nota leyniskyttur til þess „að grafa á ólöglegan hátt undan friðsamlegum mótmælum“, stendur í skýrslunni.
- Ísrael brýtur einnig gegn Alþjóðasáttmálanum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (ICCPR) með því að setja Palestínumenn á Gaza og og Vesturbakkanum í varðhald án ákæru, sönnunargagna eða réttarhalda. „Þetta er ekki í samræmi við alþjóðalög“ er fullyrt í skýrslunni.
- Ísrael brýtur einnig gegn ICCPR með því að hafa hneppt fulltrúa á palestínska þinginu í varðhald og „hindra þá í að sinna embættisskyldum sínum“.
- Ísrael brýtur þjóðarrétt með því að reisa „auðmýkjandi eftirlitsstöðvar á Vesturbakkanum“.
- „Ísrael brýtur gegn fjórða Genfarsáttmálanum, málsgrein 46 með því að „rífa íbúðarhús á Vesturbakkanum“, lýkur Goldstone skýrslan orðum sínum.
Genfarsáttmálinn
Hægt er að fræðast nánar um Genfarsáttmálann og vernd almennra borgara á Vísindavefnum: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4780 og á heimasíðu Alþjóða Rauða Krossins: http://www.icrc.org/ihl.nsf/a385ec082b509e76c41256739003e636d/6756482d86146898c125641e004aa3c5 (á ensku).
Kröfur Sameinuðu þjóðanna gagnvart Ísrael
Goldstone skýrslan hvetur til ákærra á hendur Ísrael í mörgum löndum.
Í hinni sérlega efnismiklu skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá Goldstone-nefndinni eru gerðar margar kröfur á hendur Ísrael, og skorað er á þjóðir heims að bregðast við.
- Nefndin skorar á þau lönd sem hafa skrifað undir Genfarsáttmálan, að hefja sjálf réttarhöld við eigin dómstóla vegna „alvarlegra brota á Genfarsáttmálanum“. Einnig segir í Goldstone skýrslunni að það „beri að lýsa eftir þeim sem grunaðir eru um glæpi“.
- Ísrael á að láta Palestínumenn sem hafa verið handteknir í tengslum við hernámið lausa.
- Ísrael á ekki að afneita eigin löndum þegar þeir „gagnrýna“ gjörðir Ísraelsstjórnar.
- Einnig stendur þar að það „ber[i] að styðja“ ísraelsk og palestínsk mannréttindasamtök.
- Ísrael á að hætta „mótaðgerðum gagnvart þeim Palestínumönnum og Ísraelum sem unnu með Sameinuðu þjóðunum við gerð skýrslunar“.
- Sameinuðu þjóðirnar eiga að aðstoða við enduruppbyggingu Gazasvæðisins og „fjarlægja hvítan fosfór, sprengikúlubrot með volframi og önnur eiturefni“.
- Ísrael á að hætta að hefta streymi þeirra mörg hundruð miljóna dala sem alþjóðasamfélagið hefur úthlutað til enduruppbyggingar á Gaza.
- Goldstone-skýrslan ályktar að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna „eigi að taka afstöðu til þess hvort leyfa eigi að beita hvítum fosfór, flechette-sprengikúlum og volframi í hernaði“.
- Ísrael á að aflétta herkvínni, opna landamærin til Gaza og „veita ferðafrelsi“.
- Ísrael á að leyfa fiskveiðar innan við 20 sjómílur út fyrir Gaza.
- Sameinuðu þjóðirnar eiga að halda ráðstefnu um „hvernig Genfarsáttmálanum er framfylgt á herteknum svæðunum og Gaza“ stendur í hinni 574gra blaðsíðna skýrslu.
Upplýsingar um vopn:
DIME-sprengjan
DIME-sprengjan (Dense Inert Metal Explosive) innniheldur lítinn hólk með volframi, zinki og tini sem borast af krafti í fórnarlambið.
Flechette
Sprengikúlur sem innihalda 5000 málmflísar sem eru hvassar eins og rakvélarblöð, og tæta allt lifandi í sundur á hundrað ferkílómetra svæði.
Hvítur fosfór
Hvítur fosfór veldur gríðarlegum sprengingum og stórum hvítum reykskýjum. Hitinn frá sprengingunum veldur stórum brunasárum á fólki. Verði manneskjur fyrir fosfór étur hann sig af áfergju inn í þær og hann er krabbameinsvaldandi.
Þýðing: Einar Steinn Valgarðsson.
Birtist í Frjáls Palestína.