Skipulagðasta útrýmingarhelför allra tíma fer nú fram fyrir allra augum. Við, sem „lýðurinn sem ræður“, á svokölluðum Vesturlöndum höfum tekið fullan þátt í þessari helför, og gerum ennþá. Við gefum vopnin, bæði drápstólin sjálf, fjármagn, siðferðilegan stuðning, diplómatískan skjöld, og veitum gerendum viðurkenningu á ótal vegu, með vinsamlegum samskiptum og viðskiptum. Ísrael er ennþá í FIFA og öðrum íþróttakeppnum, Eurovision, og lífeyrissjóðir fjárfesta beinlínis í hergagnaiðnaði Ísraels. Tæknirisarnir Google, Meta, Amazon, og fleiri veita líka stuðning og eru í samstarfi. Ísraelsríki myndi ekki standa í tólf sekúndur án þessa gríðarlega stuðnings. Sjálfsagt myndi nægja ef BNA skrúfuðu fyrir sinn hernaðarstuðning. Það kostar að fremja þjóðarmorð.
Er þetta áfellisdómur yfir vestrænum gildum? Eða voru þau gildi aldrei í gildi? Voru þau bara yfirvarp?
Ég mun aldrei gleyma aðgerðarleysi Bjarna, Katrínar og Kristrúnar.
Birtist fyrst á Facebook.