Genfarsamningarnir eru alþjóðalög. Þar stendur ýmislegt um skyldur hernámsaðila. Til dæmis að honum beri að sjá til þess að almennir borgarar fái neyðaraðstoð, heilbrigðisþjónustu, mat, og fleira. Auk þess er bannað að drepa þá. Nú getur hver sem er horft á myndskeið þar sem ljóst er að allt þetta er þverbrotið á svo stórum skala að það rúmast ekki í höfði eða hjarta einnar manneskju, og varla á stærsta harða diski veraldar. Í grein 55 í fjórða Genfarsamningnum stendur til dæmis þetta um mat:

Svar Ísraels er að sjálfsögðu: við erum ekki með Gaza undir hernámi. Þar með tilheyrir Gaza ekki Ísrael. En Ísrael viðurkennir heldur ekki ríki Palestínumanna (sem Gaza væri þá hluti af). Svo hvað er Gaza? Samkvæmt Ísrael er það staður fyrir fólk sem er ekki fólk og nýtur engra réttinda. Það hefur ekki rétt á réttindum.
Birtist fyrst á Facebook.