Síðustu andardrættir eða upphafið á endalokum síonismans?

Erum við verða vitni að síðustu andardráttum eða upphafi að endalokum síonismans? Ísraelsku sagnfræðingarnir Avi Shlaim og Ilan Pappe telja svo vera en báðir hafa fært fram rök um að síonisminn sé að verða kominn á endastöð.

Mikill meirihluti alþjóðasamfélagsins sé búinn að átti sig á lyginni um tilurð ísraelsríkis (land án þjóðar fyrir þjóð án lands), grimmlega stefnu síonismans og afleiðingar hans á mannkynið, ekki síst frumbyggja Palestínu og nágrannaþjóðir Ísraels.

Afleiðingar síonisma eru m.a. þjóðernishreinsanir, þjóðarmorð, eigna- og landrán á frumbyggjum Palestínu og nágrannaþjóðum Ísraels. Þetta blasir nú við mun fleirum í dag heldur en áður þegar litið var upp til Ísraels eftir áratuga áróður ráðamanna og fjölmiðla á Vesturlöndum.

Ilan Pappe tilgreinir sex vísbendingar sem gefa til kynna væntanlegt hrun síonismans (og þar með Ísraels sem aðskilnaðar- og landránsríkis) eða síonisma verkefnið í Palestínu eins og hann kallar það sjálfur:

  1. Fyrsta vísbendingin er sundrung í ísraelsku gyðingasamfélagi.
  2. Seinni vísbendingin er efnahagskreppan í Ísrael.
  3. Þriðja vísbendingin er vaxandi einangrun Ísraels á alþjóðavettvangi, þar sem það smám saman er að verða að útlagaríki.
  4. Fjórða vísbendingin er sú mikla breyting sem orðið hefur meðal ungra gyðinga um allan heim.
  5. Fimmta vísbendingin er veikleiki ísraelska hersins.
  6. Síðasta vísbendingin er endurnýjuð orka meðal yngri kynslóðar Palestínumanna.

Grein Ilan Pappe um ofangreindar vísbendingar má finna hér: https://newleftreview.org/…/posts/the-collapse-of-zionism

Viðtal við Ilan Pappe um þetta efni: https://www.youtube.com/watch?v=16EjsiOyb_s&t=8s

Bók eftir Ilan Pappe um þetta efni: https://www.penguinrandomhouse.com/…/israel-on-the…/

Bók Avi Shlaim um þjóðarmorðið á Gaza og meira til: https://irishpages.org/product/genocide-in-gaza/…

Viðtal við Avi Shlaim https://novaramedia.com/…/were-witnessing-the-last…/

Birtist fyrst á Facebook.

Höfundur

Stöðvið helför Ísraels á Gaza - Mótmæli.
Mótmæli við ríkistjórnarfund Hverfisgötu 4, föstudaginn 22. ágúst klukkan 8:45, nánar.

Scroll to Top