Innlimun Gasaborgar er hafin. Eitt fyrsta skrefið sem hernámsherinn tók var að myrða lykil blaðamenn til að hindra fréttir af ódæðinu. Anas al-Sharif bað okkur um að þegja ekki, ekki hætta að tala um Gasa.

Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið út yfirlýsing um algera yfirtöku Gasa. Á mannamáli þýðir það að hernámsher Ísraels er að búa sig undir mannskæðustu fjöldamorð á Gasa frá upphafi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir heldur áfram að tönglast á gíslum Hamas eins og innantómt bergmál forsætisráðherra Ísraels.

Til upplýsinga fyrir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og RÚV – Fréttir eru hér nokkrar tölulegar upplýsingar um Gasa sem hægt er að fletta upp með einföldu gúggli.
- Á Gasa búa yfir tvær milljónir manns.
- Mikill meirihluti íbúa á Gasa er ungt fólk og helmingur þeirra eru börn, undir 18 ára aldri.
- Um 62.000 manns hafa verið myrt með sprengjum, skotvopnum, skriðdrekaárásum, eldi o.fl.
- Enginn veit tölu myrtra undir 50 milljón tonnum af húsarústum. Talið er að fjöldinn nemi mörg hundruð þúsund manns.
- Að minnsta kosti vel á annað hundrað þúsund óbreyttir borgarar á Gasa, konur karlar og börn, hafa verið særðir.
- Um 200 manneskjur hafa verið myrtar hungurdauða, um helmingurinn börn.
- Um 200 blaðamenn hafa verið myrtir vegna starfa sinna.
- Yfir 1.400 læknar og heilbrigðisstarfsfólk hefur verið myrt eða tekið gíslingu.
- Yfir 10.000 Palestínumenn eru í haldi ísraela. Þar á meðal eru konur og 400 börn.
Vitað er að Palestínufólk í haldi Ísraela eru pyntað. Þess bera þolendur, mannréttindalögfræðingar og aðilar SÞ vitni. Hópnauðganir fangavarða hafa verið festar á myndbandsupptökur.
Hvert einasta mannsbarn á Gasa er í bráðri lífshættu vegna miskunnarlausra morða ísraelshers á óbreyttum borgurum og börnum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sökina liggja hjá báðum aðilum.
Við erum að tala um Palestínu, þjóð sem hefur í 77 ár sætt miskunarlausu ofbeldi og landráni með hernámi einnar sterkvopnuðustu þjóðar í heimi.
Við erum að tala um Ísrael sem var stofnað með valdi fyrir 77 árum og hefur allar götur síðan beitt hervaldi, ofbeldi, landráni og nú í tvö ár þjóðarmorði á íbúum Gasa.
Við erum að tala um svelta, örmagna þjóð sem verið er að myrða þjóðarmorði annars vegar og landránsþjóð með massívan hernámsher vopnaðan þróuðustu þungavopnum í heimi sem er að framkvæma þjóðarmorðið hinsvegar.
Utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist einbeitt í að viðhalda eigin fáfræði og getuleysi í málefnum Palestínu.
Með því gerir hún ekki einungis sjálfa sig og ríkisstjórn Kristrun Frostadottir samseka í þjóðarmorðinu á Gasa heldur okkur öll, hvert mannsbarn á Íslandi.
Birtist fyrst á Facebook.