Rödd Palestínu: Kanínuholan gefur út verk Pulitzer-verðlaunahafans Mosab Abu Toha

Á sögulegum tímum þegar þörfin fyrir mannlegar sögur frá Gaza er brýnni en nokkru sinni fyrr, kynnir útgefandinn Kanínuholan með stolti íslenska þýðingu á Það sem kann að leynast í eyra mínu, mögnuðu verki eftir palestínska skáldið og Pulitzer-verðlaunahafann Mosab Abu Toha.

Thad sem kann ad leynast i eyra minu
Bókin er ómetanlegur vitnisburður um lífið undir hernámi og er gefin út á íslensku í þýðingu Móheiðar Hlífar Geirlaugsdóttur.
Mohamed Mahdy Mossab Abu Toha
Mosab Abu Toha – © Mohamed Mahdy

Mosab Abu Toha fæddist í flóttamannabúðum og hefur helgað líf sitt því að gefa þeim rödd sem þaggað hefur verið niður í. Hann hlaut hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir ritgerðir sínar í The New Yorker þar sem hann skrifaði um staði og fólk sem nú eru mörg hver horfin í rústirnar. Ljóð hans eru beitt, harmræn og ógleymanleg áminning um afleiðingar stríðs og aðskilnaðarstefnu.

„Ljóð Mosabs eru byltingarkennd að því leytinu til að þau sýna okkur fram á að Palestínubúar eru bara fólk. Manneskjur,“ segir Móheiður Hlíf, þýðandi og útgefandi. „Á tímum þar sem heil þjóð er kerfisbundið afmennskuð er útgáfa sem þessi ekki bara bókmenntalegur viðburður heldur pólitísk og mannúðleg nauðsyn.“

Íslenska útgáfan er prýdd listaverkum eftir Áslaugu Hönnu Gunnhildar- Guðnadóttur, Boaz Yosef Friedman og Elínu Elísabetu Einarsdóttur. Forsíðuverkið er eftir Auði Lóu Guðnadóttur.

Við bjóðum fjölmiðlum og almenningi að standa með okkur og fagna útgáfu þessa áríðandi verks.

Samantekt:

  • Hvað: Útgáfuhóf fyrir ljóðabókina Það sem kann að leynast í eyra mínu.
  • Hvar: Forlagið, Fiskislóð.
  • Hvenær: Mánudaginn 15. desember, kl. 17:00 – 19:00.
  • Höfundur: Mosab Abu Toha (Pulitzer-verðlaunahafi).
  • Þýðandi/útgefandi: Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir / Kanínuholan.

Krækja í viðburð á Facebook.

Evoto
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir – © Anna Maggý

Fyrir frekari upplýsingar, viðtöl eða eintök, vinsamlegast hafið samband við:

Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur, útgefanda hjá Kanínuholunni [moheidur@gmail.com] [8221703].

Fréttatilkynning bókaútgáfunnar Kanínuholan.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top