Þann 17. ágúst í borginni Jenin á Vesturbakkanum stóðu Rasha Arqawi, níu ára, og bróðir hennar Ibrahim, sjö ára, á sófanum og horfðu út um gluggann á annarri hæð heimilis sins á það hvernig hermenn eltu mótmælendur um hverfið með byssur á lofti. Mótmælendunum tókst að flýja en sex hermenn staðnæmdust í um 45 metra fjarlægð frá heimili Arqawi. Ibrahim sá hermann miða byssu sinni að húsinu og flýtti sér að draga rennitjaidið fyrir. Hann varaði Röshu við að standa ekki við gluggann og sagði þeir gætu skotið.

Rasha hélt áfram að kíkja í gegnum rennitjöldin og sagði bróður sínum að hann skyldi ekki óttast neitt. Ibrahim gekk að glugganum og sá hvernig hermaður einn kraup niður á hné og miðaði byssu sinni að þeim. Ibrahim heyrði skot og sá systur sína detta aftur á bak. Hann sá blóð renna niður af andliti Röshu og hljóp úr herberginu til að kalla á hjálp.
Móðursystir og frændi Röshu hlupu inn í herbergið og sáu Röshu liggja í blóði sínu með litla holu á enninu. Stykki af höfuðkúpunni og af heilanum voru dreifð um gólfið og um veggina. Lítið gat sást á gluggarúðunni. Þau kölluðu á sjúkrabíl, en er sjúkrabíllinn var ekki kominn í tuttugu mínútur, tóku nágrannar hana með bíl til sjúkrahússins í Jenin. Rasha var dáin þegar þangað var komið.
Ættingjar Röshu tóku líkið úr sjúkrahúsinu til að forðast hermenn og til að koma í veg fyrir að þeir legðu hald á líkið. Lík hennar var flutt milli margra bíla til að rugla hemennina, sem voru að leita að því. Hermennirnir leituðu í mörgum húsum og vörpuðu táragasi að syrgjendum í húsi Arqawi fjölskyldunnar. Röshu var smyglað inn á heimili sitt og síðan að kirkjugarðinum þar sem hún var jörðuð án afskipta hersins.
Birtist í Frjáls Palestína.
