Höfðu Palestínumenn of rétt fyrir sér of snemma? Ef ramminn þinn er mótaður af vestrænni yfirburðarhyggju og þekkingarleysi á síonisma þá bara trúir þú ekki raunveruleikanum. Ef þú gerir þér ekki fulla grein fyrir landránsnýlendueðli Ísraels og almennt „útrýmingartilhneigingu“ landránsnýlenda almennt þá áttu erfitt með að trúa því sem er/var að gerast og hefur í raun verið í gangi á mismunanda hraða og með mismunandi ákafa í um það bil öld.
Refaat þekkti hins vegar síonismann á eigin skinni. Hann vissi að að frá síonistum er enga miskunn að finna og enga von um að gefa eftir einn fersentímetra af stolnu landi eða von um neitt annað en endalausar lygar og blekkingar. Eins og aðrir Palestínumenn sá hann í hvað stefndi þó að hann hafi auðvitað eins og við flest vonað að það yrði einhvern veginn stöðvað. Þetta tvít er frá 9. október 2023. Aðeins of snemmt líklega.

Birtist á Facebook síðu höfundar.
Refaat Alareer var rithöfundur, ljóðskáld og prófessor í bókmenntum og skapandi skrifum í Íslamska háskólanum á Gaza. Hann var öflug andspyrnurödd gegn nýlendukúgun Palestínsku þjóðarinnar og var leitaður sérstaklega uppi af ísraelska hernum og drepinn fyrir það eitt að hafna kúgun með friðsamlegri tjáningu. Hann var einnig meðstofnandi samtakanna „We Are Not Numbers„.
Ljóð eftir Refaat Alareer sem hafði margsinnis fengið líflátshótanir frá ísraelska hernum og sá mögulega fyrir endalokin á sínu lífi.
Ef ég verð að deyja
Ef ég verð að deyja
verður þú að lifa
til að segja söguna mína
til að selja hlutina mína
til að kaupa efnisbút
og tvinna
(hafðu hann hvítan með löngum hala)
svo að barn, einhvers staðar í Gaza
þar sem það horfir í auga himinsins
bíðandi eftir pabba sínum sem hvarf í eldhnetti -
og kvaddi ekki neinn
ekki einu sinni eigið hold
ekki einu sinni sjálfan sig -
sjái flugdrekann, flugdrekann minn sem þú bjóst til, fljúgandi fyrir ofan sig
og haldi í smá stund að þar fari engill
sem komi með ást
ef ég verð að deyja
láttu það færa von
láttu það verða sögu
Þýðing: Bragi Páll Sigurðarson.
