Þjóðernishyggja

« Til baka í orðalista

Þjóðernishyggja (e. nationalism) er sú skoðun að þjóðir séu grunneiningar í samfélagi manna, að þær séu eini lögmæti grundvöllurinn fyrir ríkjum og að hver þjóð eigi rétt á eigin ríki. Ekki má rugla þjóðernishyggju saman við ættjarðarást þó vissulega geti þetta allt skarast. Þjóðernishyggja er trú á að ein sameinuð þjóð í hverju ríki sé besta fyrirkomulagið. Þar sem að andstæðan væri þá ríki með mörgum þjóðum þar sem ríkir óeining samkvæmt þeirri skoðun. Þjóðernissinnar vilja oftar en ekki aðlaga útlendinga að samfélagi sínu og gera þá að sama þjóðerni og þeir. Á meðan vilja andstæðingar þeirra sem eru oft kallaðir fjölmenningarsinnar að útlendingar haldi sínu þjóðerni og að í landinu þrífist margskonar menningarstefnur hlið við hlið. Ekki má blanda saman orðunum þjóðernishyggja og kynþáttahyggja þótt sögulega hafi þessar stefnur stundum fylgst að. Kynþáttahyggja gengur venjulegast út á það að einn kynþáttur búi í viðkomandi landi. Þjóðernishyggja gerir ekki endilega mun á kynþætti samanber þjóðernishyggja flestra Bandaríkjamanna sem eru skilgreindir af mismunandi kynþætti.

Heimild: Wikipedia


« Til baka í orðalista
Scroll to Top