Sniðganga (e. boycott) er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á viðvarandi aðgerðum einstaklinga, stofnana og ríkja sem skaða aðra. Sniðganga felur í sér að draga til baka stuðning, siðferðislegan og/eða efnislegan, við þær persónur og stofnanir sem skaða aðra, svo lengi sem viðkomandi reynir að viðhalda núverandi ástandi. Þessi aðferð er yfirleitt notuð þegar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar og því er sniðganga ekki algengt pólitískt verkfæri.
Heimild: BDS Ísland
« Til baka í orðalista