Ofbeldis-annáll

Dæmi um atburði í Palestínu 1. til 19. október 1990

Fjórar palestínskar konur frá Gaza misstu fóstur eftir að hermenn höfðu varpað á þær táragasi. Ísraelskir hermenn særa þrjátíu og fimm íbúa á Gazasvæðinu með skotum, barsmíðum og táragasi (1. okt.)

Fp ofbeldis annall nov 1990 1

Mahir Akel, 21, var ráðinn af dögum í Jenin af óeinkennisklæddum hermönnum. Hann hafði flúið úr Meggido fangelsinu átta mánuðum áður. Morðið leiddi til harkalegra mótmælaaðgerða í borginni. Hermenn réðust á mótmælafólk. Skytta ísraelska hersins, sem hafði athafnað sig á húsþaki, miðaði á Túfiq Raji, 16 ára og Omar Amur, 22, sem voru meðal mótmælenda og drápu þá báða. Að því búnu var sett útgöngubann á alla íbúa borgarinnar, 35.000 manns (2. okt.).

Hermenn réðust á föður Omars Amur (sem var skotinn til bana þann 2. okt., sjá að ofan), þegar hann heimsótti gröf sonar síns í Jenin. Hermennirnir rifu Kóraninn úr höndum hans, fleygðu bókinni á jörðina og tröðkuðu á hinu helga riti (5. okt.).

Útgöngubann enn í gildi, sjöunda daginn í röð, í flóttamannabúðunum Askar nálægt Nablús á Vesturbakkanum. Ísraelskir hermenn ráðast inn í 25 hús, varpa táragas inn í þau og berja íbúana. Fjörutíu íbúar eru handteknir, þar af nokkrar konur og nokkur börn (6. okt.).

Ísraelskir hermenn handtaka meira en 100 manns í flóttamannabúðunum El-breij. Meira en 55 hús og verslanir eru jöfnuð við jörðu sem hóprefsing (Palestínumenn frá þessum búðum höfðu kveikt í bíl með ísraelskum hermanni). Íbúar segja að þótt útgöngubann sé ekki lengur við lýði frá því 1. okt., eru þeir enn innilyksa í búðunum og fá ekki að fara til vinnu (7. okt.).

Svartur dagur í sögu palestínsku þjóðarinnar. Tuttugu og einn Palestínumaður liggja í valnum á torginu fyrir framan einn helgasta stað íslams, Haram Al Sharif. Nöfn þeirra eru birt á öðrum stað í fréttabréfinu (8. okt.). Sjá einnig forsíðugrein.

Fp ofbeldis annall nov 1990 2
Palestínsk móðlr stendur hér í rústum heimilis síns, sem ísraelskir hermenn hafa lagt i rústir.

Meira en ein milljón Palestínumanna búa fimmta daginn í röð við útgöngubann á Vesturbakkanum og á Gazasvæðinu. Í Jerúsalem beitir lögreglan vatnskanónu til að hindra þúsundir múslíma í að taka þátt í bænagjörðum við al Aqsa moskuna á helgum degi þeirra (12. okt.).

Abdúl Karim Abú Nimr, 73 ára, deyr eftir að ísraelskir hermenn skjóta úr vélbyssu á heimili hans í flóttamannabúðunum Khan Júnís og hæfa hann fimm sinnum á brjóst og kvið. Hermennirnir staðhæfa eftir á að einhver hafi kastað grjóti úr húsinu. (15. okt.)

Ísraelskir hermenn ganga berserksgang um flóttamannabúðirnar Kalandia (sem sætir útgöngubanni 10. daginn í röð). Þeir eyðileggja eigur manna, berja fólk og handtaka marga tugi íbúa. Hermennirnir eyðileggja mestallar matarbirgðir sem þeir finna í búðunum (17 okt.).

Khadijeh el-Maghribi, 65 ára gömui kona, deyr af völdum barsmíða og táragass sem ísraelskir hermenn beittu, þegar þeir réðust inn á heimili hennar í flóttamannabúðunum Askar til þess að handtaka alla fjóra syni hennar (19. okt.).

Blaðamaðurinn Hatem Abdul Qadir, sem vinnur við arabíska dagblaðið Al-Fajr í Jerúsalem, er handtekinn og úrskurðaður í sex mánaða varðhald án dóms og laga (skv. sérstökum herlögum um „administrative detention“) (19. okt.).

Birtist í Frjáls Palestína.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top