Um daginn kom út forprent rannsóknar þar sem reynt er að komast að áreiðanlegu mati á því hvað Ísraelsher hefur drepið margt Palestínufólk á Gaza í útrýmingarhelför sinni. Rannsóknin byggir meðal annars á stórri spurningarannsókn sem fram fór á Gaza. Aðalhöfundurinn er eftir því sem ég kemst næst fremstur á því sviði í heiminum að reyna að meta dauðsföll í átökum, prófessor við Royal Holloway University of London og meðhöfundar eru líka toppfólk, prófessorar við Princeton og Stanford í Bandaríkjunum, Friðarrannsóknarstofnunina í Osló (PRIO) og Kaþólska Háskólann í Leuven í Belgíu. Allt fólk með þúsundir tilvitnana og sérfræðingar í að telja látna, bæði af völdum náttúruhamfara og ofbeldis. Ég nótera þetta fyrir fólk sem veit að það hefur vægi að rannsókn og grein hafi marga óháða sérfræðinga á viðeigandi sviði. Mogginn kýs auðvitað að birta fréttaskýringar út frá deleringum stakra prófessora á öðrum sviðum í sveitaháskólum.
Mat þessara höfunda er að frá 7. október 2023 til 5. janúar síðastliðinn hafi Ísrael drepið um 75.000 Palestínumenn og að um 56% þeirra hafi verið börn, konur og aldraðir. Það er auðvitað töluverð óvissa, og 95%-öryggisbilið sem gefið er, er 63.600-86.800. Þá ber að taka fram að hér er aðeins um að ræða fólk sem var drepið með beinu ofbeldi og að Ísrael hefur drepið marga síðan í janúar.
Rétt að taka fram að höfundar telja að það sé ekki ólíklegt (af ýmsum rökstuddum orsökum) að um undirmat sé að ræða. En greinin er hér (PDF í opnum aðgangi af því þetta er forprent – ekki endanlega yfirfarin útgáfa):
https://www.medrxiv.org/con…/10.1101/2025.06.19.25329797v3
Birtist fyrst á Facebook.