Í vor fékk ég þá hugmynd að það væri gaman að reyna setja saman plötu með íslenskum tónlistarmönnum, sem síðan yrði seld og allur ágóði myndi renna til flóttamanna í Palestínu. Allur stuðningur er ómetanlegur og getur hann verið með ýmsu móti. Tónlist er áhrifamikil og getur komið boðskap langt!

Ljósm.: Haukur Már
Ég hafði samband við nokkra tónlistarmenn og voru flestir mjög jákvæðir og vildu leggja sitt framlag af mörkum. Þess vegna er mjög ánægjulegt að segja frá því að safnplatan Frjáls Palestína mun koma út nú.
Hér er listi yfir hljómsveitirnar og lögin:
- KK – Englar himins grétu í dag
- Vinyl – Lost in My Mind
- Tenderfoot – Waterfall
- Ske – On the way we lose it somehow
- Lára og Delphi – Why*
- Quarashi – Payback
- Ensími – Fairground*
- Ghostigital – Bump*
- Santiago – Road Lines
- Touch – Justify*
- múm – Once a Shiny Morning Puddle
- XXX Rotweiler ásamt KJ–Peningar*
- Leaves – Favour
- 200.000 naglbítar – Hjartagull
- Worm is green – Push Play*
- Bob Justman – Christmas Day´
- Gus Gus – Ubeat*
- Mugison, Ragnar og Rúna Gúanó – Stelpan mín*
Lögin sem merkt eru * eru aðeins fáanleg á Frjálsri Palestínu.
Diskurinn verður m.a. seldur í 12 Tónum á Skólavörðustíg og fleiri hljómplötubúðum. Einnig er hægt að panta hann beint frá félaginu á palestina@palestina.is
Listafólkið gefur sitt framlag og er kostnaður við plötuna því í lágmarki. Ágóða af plötunni verður varið til ungmennastarfs í Balata flóttamannabúðunum gegnum verkefnið Project Hope. Markmið Project Hope er að veita æsku Palestínu stuðning og von um betri framtíð. Áhersla er lögð á menntun, en jafnframt á ýmiss konar afþreyingu og listsköpun. Á vegum verkefnisins eru haldin námskeið á ýmsum sviðum, t.d. í leiklist, myndlist, skyndihjálp, ensku og öðrum tungumálum. Reynt er að hjálpa börnum og ungu fólki að vinna úr erfiðri lífsreynslu sinni, örvæntingu og vonleysi og jafnframt hvetja þau til að nýta jákvæða hæfileika sína.
Verkefnið er skipulagt og unnið af Palestínumönnum og rekið með aðstoð alþjóðlegra sjálfboðaliða. Helstu starfsvæði Project Hope í Palestínu eru í flóttamannabúðunum Balata og Askar, borginni Nablus og þorpinu Jayyous.
Frekari upplýsingar um starfsemi Project Hope má nálgast á heimasíðu verkefnisins, https://projecthope.ps/
Útgáfutónleikar verða á Gauki á Stöng 1. desember. Ég hvet félagsmenn sem og aðra að kaupa sér eintak.
Birtist í Frjáls Palestína.
