Minni á neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína (FÍP) sem í áraraðir hefur stutt við Palestínsku þjóðina með fjárhagslegum stuðningi við ýmis mannréttinda-, mannúðar- og hjálparsamtök í Palestínu. Þessi samtök hafa reynst Palestínumönnum mjög mikilvæg vegna skelfilegra afleiðinga af viðvarandi þjóðernishreinsunum, fjöldamorðum, mannránum, pyntingum, landránum, afmennskun og daglegri kúgun síoníska hersins og landræningja á ólöglega hernumdum svæðum í Palestínu.
Palestínska þjóðin gengur núna í gegnum enn skelfilegri afleiðingar af útþenslustefnu Ísraels með grimmilegum afleiðingum þar sem tuga eða hundraða þúsunda almennra borgara hafa látist, innviðir samfélaga lögð algjörlega í rúst og milljónir hraktir á flótta við verstu aðstæður sem hægt er að hugsa sér
Söfnun FÍP fór af stað eftir að síðari uppreisn (Intifada) hófst gegn hernáminu árið 2000 og allt söfnunarfé hefur farið óskipt til fjölmargra samtaka sem félagið hefur styrkt og enginn kostnaður hefur dregist frá.
Neyðarsöfnun FÍP hefur alfarið verið rekin í sjálfboðavinnu til að tryggja að hver króna komist í réttar hendur.
Með stuðningi við Neyðarsöfnun FÍP hjálpar þú Palestínuþjóðinni í baráttu hennar við áratuga ógnir hernámsins
Nánari upplýsingar um neyðarsöfnunina má finna á vefsíðu Félagsins Ísland-Palestína.

