Fangi mánaðarins:
Najiyeh Ghazawani (40 ára) var handtekin 13. september s.l. og var yfirheyrð í marga klukkutíma samfellt, einkum að nóttu til. Stundum voru sjö manns að yfirheyra hana í einu. Daginn sem hún var handtekin, var henni varpað í „gröf“ (innbyggt afdrep á stærð 75×15 sm). Hún var tekin út til áframhaldandi yfirheyrslu. Að því búnu var henni skilað aftur þangað og látin dúsa í „gröfinni“ alla nóttina. Fyrstu tvo dagana fékk hún hvorki að sofa, borða eða drekka.
Eftir tvo daga var hún flutt í venjulegan einangrunarklefa. Í honum var ekkert vatn. Klefinn var fullur af mygluðum matarleifum. Klósettið var fullt af saur og ekkert vatn til að sturta. Fangaverðir færðu henni mat en hún gat ekki borðað hann sakir daunsins.
Najiyeh þjáist af þvagfærasýskingu. Skortur á vatni veldur henni miklum þjáningum og ógnar heilsu hennar. Yfirvöldin sögðu henni að drekka en fengu henni ekkert vatn. Aðeins eftir hávær mótmæli, fékk hún einstaka sinnum vatn að drekka. Þetta ástand varaði næstum í tvær vikur, en þá hóf hún hungurverkfall.
Þann 27. sept. var hún tekin úr einangrunarklefanum.
Lögregluhjúkrunarkonan neitaði að gefa henni lyf, sem læknir hennar hefur sagt henni að taka. Læknir Rauða-krossins skoðaði hana. Hann bað fangelsislækninn að fá sérfræðing til að veita henni meðferð vegna mikilla bakverka. Þann 22. október, var hún aftur látin í einangrun og í „gröfina“. Lögfræðingar fengu ekki að sjá hana fyrr en 31. október. Hún sagði lögfræðingi WOFPP að hún hefði verið í haldi í „gröfinni“ í tvo daga og hefði ekki fengið að þvo sér eða borða frá 22. október.
Út fréttabréfi WOFPP, samtaka til stuðnings pólitískum kvenföngum í Ísrael.
Birtist í Frjáls Palestína.
ADDAMEER (samviska á arabísku) eru stuðnings- og mannréttindasamtök fanga, samtökin eru palestínsk borgaraleg félagasamtök sem vinna að því að styðja palestínska pólitíska fanga sem eru í haldi í ísraelskum og palestínskum fangelsum, vefsíða samtakanna.
