Mótmælum heimsókn Ursulu Von Der Leyen og aðgerðarleysi stjórnvalda

Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í boði stjórnvalda í vikunni þar sem hún mun funda með forsætis- og utanríkisráðherra og skoða sig um á Þingvöllum.

Í starfi sínu hefur von der Leyen tekið virkan þátt í helför Ísraels í Palestínu með ítrekuðum stuðningsyfirlýsingum við Ísrael. Hún hefur haldið diplómatískum hlífðarskildi yfir Ísrael og komið í veg fyrir að Evrópusambandi beiti viðskipta- og vopnasölubanni gegn Ísrael! Íslensk stjórnvöld eiga að kalla eftir því að Ursula verði send til dómstóla í Haag en ekki bjóða henni í skoðunarferð til Þingvalla!

Við mætum því á Austurvöll á morgun, mánudaginn 14. júlí kl 14:00, þar sem Alþingi er að ljúka störfum án nokkurra aðgerða þingsins til að sporna við þjóðarmorðinu. Mótmælum fullkomnu aðgerðarleysi ráðamanna á Íslandi gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza og heimsókn Ursulu von der Leyen.

Birtist fyrst á Facebook (Félagið Ísland-Palestína).

Höfundur

  • Magnús Magnússon

    Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína og sjálfboðaliði í Palestínu.

Scroll to Top