Menntamorð Ísraels í Palestínu

Í nýrri grein fjallar menntunarfræðingurinn Henry Giroux um menntamorð Ísraels í Palestínu sem lykilþátt í þjóðarmorði. Hann skilgreinir tvenns konar ofbeldi gegn menntun:

(1) markvissa eyðileggingu innviða eins og skólabygginga og menntastofnanna með beinum árásum með sprengjum, íkveikjum, og morðum á starfsfólki og nemendum.

(2) hugmyndafræðilegt ofbeldi sem felst í því að brjóta niður málfrelsi og akademískt frelsi með því að refsa og ógna fræðafólki (með allt frá atvinnumissi að fangelsun) um allan heim. Markmiðið með hugmyndafræðilegu ofbeldi er að eyða þekkingu, draga úr útbreiðslu hennar og fræðilegri starfsemi, í stuttu máli: árás á sannleikann til að hylma yfir stríðsglæpi og landránsnýlendustefnu.

Þessi tiltekna grein er birt í opnum aðgangi, hlekkur í fyrstu athugasemd en ætti líka að finnast út upplýsingum á myndinni.

Birtist fyrst á Facebook.

  • Höfundur er lektor og áður aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top