Lygar Ísraels – Enn og aftur

Fréttir Ísraelshers um vopnahlésbrot Hamas í Rafha eru lygi eins og við var að búast.

Atvikið hefur ekkert með Hamas að gera, og enga aðgerð af þeirra hálfu, eins og margir fjölmiðlar gefa í skyn.

1024px idf d9r bulldozer swords of iron 2023 11 02
Wikimedia Commons CC 3.0

Samkvæmt Ísraelska dagblaðinu Haaretz er það hópur landránsmanna, sem eiga einkafyrirtækið Uriah, sem stundar verktöku fyrir herinn við niðurrifi húsa. Þeir eru enn að rífa það sem eftir stendur af húsum í Rafah. Þegar jarðýta á þeirra vegum fór um svæðið keyrði tækið yfir virka sprengju sem sprakk undir ýtunni. Nokkrir landránsmenn særðust og hermenn sem fylgdu þeim. Talið er að minnsta kosti átta hafi særst og tveir drepist, þótt yfirvöld hafi að venju haldið nákvæmum upplýsingum leyndum.

Það sem vekur sérstaka athygli við þessa frétt er að Ísraelsmenn eru, þrátt fyrir vopnahléð, enn að rústa húsum á Gaza.

Þannig að það var Ísraelsher sem rauf raun vopnahléið með sprengjuárásum, ekki andspyrnan.

Ísraelsher hefur brotið vopnahléið mörgum sinnum og drepið a.m.k. 40 Palestínumenn.

Frétt Haaretz um Uriah: https://www.haaretz.com/israel-news/2025-09-03/ty-article-magazine/.premium/a-rogue-force-operates-in-gaza-under-idf-cover-endangering-soldiers-unarmed-palestinians/00000199-0f27-d0ed-adff-7faf55db0000

Frétt Haaretz um atvikið: https://www.haaretz.com/israel-news/2025-09-18/ty-article/.premium/idf-names-four-soldiers-killed-in-battle-in-the-southern-gaza-strip/00000199-5d99-d7ad-a1d9-5df928ba0000

Birtist á Facebook síðu höfundar.

  • Höfundur er kvikmyndagerðarmaður, formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.

Scroll to Top