Við eigum skilið betri dauðdaga
Við eigum skilið betri dauðdaga.
Líkamar okkar eru afskræmdir og undnir
saumaðir út með byssukúlum og sprengjuflísum.
Nöfn okkar eru borin fram vitlaust
í útvarpinu og sjónvarpinu.
Ljósmyndir af okkur sem þekja húsveggina,
upplitast og fölna.
Áletranir á grafsteinum okkar hverfa,
undir skít úr fuglum og skriðdýrum.
Enginn vökvar trén sem veita
gröfum okkar forsælu.
Glampandi sólin hefur yfirbugað
rotnandi líkin af okkur.
Höfundur ljóðs er Mosab Abu Toha.
Mosab Abu Toha er ungt palestínskt skáld sem býr í Beit Lahia á Gaza. Hann er aðjúnkt í enskum bókmenntum og hefur gaman af að semja sögur og ljóð. Mosab er stofnandi Edward Said-bókasafnsins, eina bókaforlags Gaza á ensku. Þegar mörg bókasöfn á Gaza voru eyðilögð hóf hann árið 2014 herferð til að safna enskum bókum í fyrsta almenningsbókasafni Gaza fyrir enskar bækur. Noam Chomsky, sem hefur gefið safninu nokkrar eiginhandabækur, skrifaði fyrir hönd Mosabs að bókasafnið væri „einstakt auðlind, og það sem er meira, athvarf og sjaldgæfur ljós- og vonarneisti fyrir unga fólkið á Gaza.“
Þýðandi: Kristín Eiríksdóttir
