Ljóðið „Óður“ eftir Mona Musaddar

Óður

Ó, Heimur! Mig langar að tala. Hver mun hlusta?
Ræða mín er bara þögn og augnatillit.
Hver mun lesa?
Hver vill kaupa depurð og þögn? Depurð mín er til sölu.
Engar áhyggjur! Ekki öll. Nokkur grömm af henni nægja ykkur öllum.
Hún veitir myrkar ímyndanir þegar þið lokið augunum,
kippi sem trufla svefninn, neyðarlendingu, kannski marblett að morgni.
Hver hefur áhuga á að kaupa slíka depurð?
Í staðinn fyrir venjulegan góðan dag, er til hönd sem dregur gardínuna frá?
Gæti missir skipt út dofnu upplagi fyrir elskuríkt?
Ó, Heimur! ég hef þokusýn og mig langar að tala.
En sálar minnar sökkvandi hjarta hverfur fyrir rofnum augnatillitum.
Ó, Heimar! Ég kæri mig hvorki um samúðarkveðjur né strokur. Ég vil skilja
manneskjuna sem hefur hringað um sig í afkima líkama míns, sveipuð hulu missis
og tæmist í hvert sinn, verður þögulli.
Í dag, með útrýmdu hjarta, faðmaði ég dúfu og hún dó.
Hef ég framið glæp, Heimur? Eða hefur dómsalur líka misst vitið?
Ó, Heimur, mig langar að tala, en ég vil ekki að neinn hlusti.
Ég tilkynni að sorgaruppboðinu hefur verið aflýst, að eilífu.
Ó, Heimur! Ég vil þig ekki.
Ég vil svefn lausan við sorg, hjarta án missis. Hvílíkur draumur!
Ó, Nótt! Ég vil að martraðir hætti að eltast við föður minn.
Ó, Hjarta! Vertu til staðar fyrir brotin þín, vingastu við þau.
Ó, Heimur! Ekki stilla á samúðaróskir. Skrúfið fyrir öll tengsl.
Þau er bara enn ein lygin.
Ó, Heimur! Ekki fyrirlíta depurð okkar og einsemd.
Farðu og finndu aðra bráð.
Ó, Heimur! Ég vil þig ekki.

Höfundur ljóðs Mona Musaddar.

Mona Musaddar, sem útskrifaðist með ensku bókmenntanámi, fer með okkur í ferðalag inn í huga hennar þar sem vonbrigði, lostafullur hugur og tilfinningar um að vera utanveltu leiða hana til að hafna heiminum, heiminum sem hefur hunsað hana. Þessar tilfinningar eru útbreiddar meðal ungmenna á Gaza. Þýðing úr arabísku á ensku: Mosab Abu Toha. Þýðing á íslensku: Kristín Eiríksdóttir.

Birtist í Frjáls Palestína.

  • Höfundur er frá Gaza og útskrifaðist með ensku í bókmenntanámi.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top