Enn situr Dr. Hussam Abu Safiya læknir á Al Shifa sjúkrahúsinu á bak við lás og slá í ísraelsku fangelsi þar sem hann hefur m.a. sætt pyntingum fyrir það eitt að sinna læknisstörfum og mannúðarmálum á Gaza.
Heilbrigðiskerfið á Gaza hefur kerfisbundið verið lagt í rúst af her útlaga- og landránsríkisins í Palestínu og heilbrigðisstarfsfólk hefur verið kerfisbundið leitað upp og það myrt ásamt fjölskyldum sínum. Læknar hafa líka verið handteknir og þeir pyntaðir til dauða í pyntingabúðum Ísraels. Villimennskan er augljós sem og stríðsglæpirnir.
Útlaga- og landránsríkið í Palestínu (Ísrael) virðir alþjóðalög og ályktanir SÞ að vettugi og hefur gert í 77 ár en samt styðja ráðamenn á Vesturlöndum (BNA og Evrópa) ríkið heilshugar með öflugum pólitískum, efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi. Vestrænir ráðamenn virða þar með sjálfir alþjóðalög að vettugi sem og ályktanir SÞ. Tvískinnungurinn verður ekki skýrari og samsekt þeirra sömuleiðis í stríðsglæpum útlaga- og landránsríkisins.

Birtist fyrst á Facebook (Palestine International Broadcast).