Nokkuð hefur borið á gagnrýni á Yassir Arafat og yfirvöld á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna frá alþjóðlegum mannréttindasamtökum, palestínskum baráttumönnum og núna síðast liðsmönnum palestínska Iöggjafaþingsins. Þann 24. febrúar síðastliðinn sendi 27 manna hópur palestínskra mennta- og baráttumanna frá sér yfirlýsingu sem þeir kalla „The homeland is calling – Part II“ sem þýða mætti sem Kall heimalandsins – annar hluti. Meðal þeirra sem skrifa undir plaggið er George Habash leiðtogi Alþýðufylkingar til Frelsunar Palestínu (PFLP).
Harðorð yfirlýsing frá palestínskum mennta- og baráttumönnum
Kall heimalandsins inniheldur kröfu um að fallið verði tafarlaust frá friðarferlinu og virðist koma frá hópi sem margir myndu telja „harðlínumenn“ í frelsisbaráttu Palestínumanna. Flestar þær kröfur sem koma fram í yfirlýsingunni eru þó sjálfsagðar og í raun nauðsynlegar fyrir þróun sanngjarns þjóðfélags í Palestínu. Aðar, eins og krafan um slit friðarviðræðnanna, eru kannski vafasamari.
Ekki veit ég hvort kröfurnar endurspegla vilja palestínsku þjóðarinnar en mig grunar að hún njóti einhvers stuðnings meðal palestínsku stjórnarandsstöðunar sem virðist berjast fyrir lífi sínu, í orðsins fyllstu merkingu. Skemmst er að minnast þess að Mu’awiya al Masri, meðlimur löggjafaþings sjálfsstjórnarsvæðanna særðist í skotárás liðsmanna Fatah (ráðandi fylking innan PLO) eftir að hafa gagnrýnt stjórn Arafats.
Meðal þeirra krafna sem Kall heimalandsins inniheldur eru:
- Að fallið verði nú þegar frá friðarviðræðum við ísrael, og hætt verði að nota Palestínumenn sem brú til að koma samskiptum (sraels og araba og múslima heimsins í eðlilegt horf.
- Lögum og reglu verði viðhaldið [á sjálfsstjórnarsvæðunum], hlutleysi dómstóla tryggt með þeim hætti að hægt verði að berjast gegn misferli, spillingu og einokun.
- Endir verði bundin á fjarlægðina sem ríkir milli borgaranna og heimalandsins sem hefur hrundið af stað skiptingu fólksins í tvær stéttir, minnihluta sem arðrænir og meirihluta sem er arðrændur.
- Auknum borgaralegum réttindum verði komið á og fjölmiðlar verði frelsaðir úr hrammi yfirvaldins þannig að þeir geti komið upp um alla ólöglega starfsemi. Öllum pólitískum föngum verði sleppt og bundinn verði endir á, í eitt skipti fyrir öll, fyrirbærið pólítískir fangar.
- Bundinn verði endir á skipunarstefnu [pólitískra embættismanna] og haldnar verði kosningar þegar í stað þar sem almenningi verði gert kleift velja sér fulltrúa sína og embættismenn.
- Einnig er barátta Hizbuallah skæruliða og annara baráttuhópa fyrir frelsun Líbanons lofuð og talað um að vopnuð andspyrna sé rétta leiðin til frelsunar Suður-Líbanons og Gólanhæða frá ísraelsku hernámi.
- Einnig er þess krafist að palestínska sjálfstjórnin sleppi skilyrðislaust prófessor Abdul Sattar Qassem sem handtekinn var fyrir gagnrýni sína á yfirvöld sjálfstjórnarsvæðanna.
Birtist í Frjáls Palestína.