Ísrael hefur lýst yfir og hafið totímingu Gasaborgar

Þetta kort af Gasa er fengið af UN OCHA vefsíðunni frá 13. ágúst 2025.

Á kortinu má sjá að 86,3% Gasa hefur verið hernumið og á stærstu svæðunum gilda rýmingarfyrirskipanir. 2,1 milljón manns búa og hafast við á 365 ferkílómetrum. Öll svæði eru undir stöðugum árásum.

Ísrael hefur lýst yfir og hafið totímingu Gasaborgar. Eins og myndin sýnir er ísraelsher búinn að króa borgina af frá sjó úr lofti og landi. Í borginni býr um ein milljón manns. Langflest eru barnafjölskyldur.

Það eru stöðugar sprengiárásir allar nætur og daga. Fólk nær ekki mínútuhvíld. Þungavélarnar eru mættar til að jafna sprengd hús jafnóðum við jörðu. Landherinn er mættur, skriðdrekarnir nálgast.

Fólkið hefur beðið ósofið og í skelfingu eftir næstu fyrirskipunum í þrjá daga. Gengið um leifarnar af borginni sinni og kvatt minningarnar, menninguna og lífið sitt. Gasaborg verður aldrei aftur söm.

Ímyndið ykkur að ganga um borgina ykkar eða bæinn og kveðja hvern stein, hverja minningu; kveðja lífið ykkar. Svelt og örmagna.

Gaza – Hosny Salah – Pixabay

Samkvæmt nýjustu fréttum sem dundu á rétt í þessu er yfirmaður ísraelshers búinn að samþykkja áætlanir um að hertaka Gasaborg í kvöld.

Ísraelsher áætlar að hertaka borgarinnar muni taka fjóra mánuði.

Ísraelsk útvarpsstofnun segir Bandarísku ríkisstjórnina hafa „óskað eftir“ að endurskoða áætlanir um að hertaka Gasaborg.

RÚV – Fréttir fjallar um tortímingu Gasaborgar og yfirvofandi fjöldamorð eins og þetta sé „business as usual“.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristrun Frostadottir þegja sama lapþunna hljóðinu.

Megi skömm þeirra sem höfðu vald og aðhöfðust ekkert vera ævarandi.

Birtist fyrst á Facebook.

Höfundur

Stöðvið helför Ísraels á Gaza - Mótmæli.
Mótmæli við ríkistjórnarfund Hverfisgötu 4, föstudaginn 22. ágúst klukkan 8:45, nánar.

Scroll to Top