Ísrael er ekki ríki með tilheyrandi her, heldur her með ríki.

Ég hef heyrt nógu marga fyrirlestra og lesið nógu margar greinar þar sem þetta er útskýrt (yfirleitt eftir höfunda sem eru Gyðingar, fæddir í hernuminni Palestínu sem „ísraelsbúar“). En hér er þetta greint og skipulega sett fram. Nokkrir punktar sem bent er á (og skýrðir betur):

  • Herinn stofnaði ríkið (með þjóðernishreinsunum), herinn varð til á undan ríkinu með samruna hryðjuverkasamtakanna Haganah, Irgun og Lehi.
  • Æðstu stjórnendur ríkisins hafa alltaf komið úr röðum hryðjuverkamanna/hershöfðingja. Þetta er þó ólíkt mörgum ríkjum með herforingjastjórn vegna þess að „ísrael“ er aðskilnaðarríki þar sem helmingur íbúa hefur engin borgaraleg réttindi.
  • Efnahagskerfið er algerlega háð og undirlagt hernaði. Um 20% af vergri landsframleiðslu kemur beint frá hernum og vopnaútflutningi. Herinn framleiðir síaukið landsvæði fyrir byggingar og landbúnað (með landráni). Að auki er landbúnaður, innviðaframkvæmdir og meira að segja smásala undir stjórn eða í nánum tengslum við herinn. Það er enginn aðskilnaður milli hers og markaðar. Herinn er markaðurinn.
  • Nánast hver einasti Gyðingur í „ísrael“ hefur verið í hernum eða þjónustað hann á einhvern hátt.
  • Þegar síonistar segja að “Death to the IDF“ þýði dauða „ísraels“ eru þeir að viðurkenna þann sannleika að „ísrael“ getur ekki staðið nema með her til að hernema sífellt meira land og til að verja landið sem hefur verið hernumið.

Birtist fyrst á Facebook.

Höfundur

Scroll to Top