Ísland getur ekki setið hjá þegar við blasir að ísraelsher er sekur um þjóðarmorð

Bréf frá Félaginu Ísland – Palestína.

Forsætisráðherra Katrín Jakopsdóttir

Suður Afríka hefur lagt fram kæru gegn Ísrael fyrir Alþjóða glæpadómstólnum (International Criminal Court – ICC) sem sakar Ísrael um þjóðarmorð og ásetningu um tilraun til þjóðarmorðs á Palestínumönnum á Gazaströndinni. Kæran er samtals 84 blaðsíður og fer í smáatriðum yfir hundruð atvika og færir sannanir fyrir því að ísraelskir ráðamenn hafi hvatt til þjóðarmorðs og gerst sekir um þjóðarmorð í árásunum á Gazaströndina.

Á rúmum 100 dögum hefur árásarher Ísraels drepið 30.800 Palestínumenn á Gazaströndinni og á Vesturbakkanum. 12.200 börn, 6.300 konur, 241 starfsmenn heilsugæslunnar og 106 fréttamenn hefur ísraelsher drepið með herliði sem er búið stórskotaliði, sprengjuflugvélum, leyniskyttum og skriðdrekum.

Samtímis hefur herinn gert Gazaströndina óbyggilega með eyðileggingu innviða og heimila. Um tvær milljónir manna eru heimilislausir og í hættu vegna árása og skorts á aðbúnaði og lífsnauðsynjum. Ísraelsher hindrar flutninga á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti og skapar þar með ástand sem mun leiða til dauða enn fleiri en þegar er orðið.

Öll ríki sem hafa undirritað alþjóðalögin um þjóðarmorð eru skuldbundin til þess að bregðast við þegar fulltrúar þess verða áskynja um að mögulegt þjóðarmorð sé í uppsiglingu og að þjóðarmorð sé yfirstandandi.

Ísland getur ekki setið hjá þegar við blasir að ísraelsher er sekur um þjóðarmorð eins og kemur skýrt fram í kæru Suður Afríku. Það er skylda íslenskra stjórnvalda að styðja kæru Suður Afríku og andmæla öllum tilraunum til þess að koma í veg fyrir að kæran nái fram að ganga.

Reykjavík 9. janúar 2024

F.h. Félagsins Ísland – Palestína
Hjálmtýr Heiðal
Formaður

FIP Bref til Katrin Jakobsdottir

Bréf frá Félaginu Ísland-Palestína.

  • Höfundur er kvikmyndagerðarmaður, formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top