Intifada og friðarviðræður

Í desember á þessu ári eru liðin 5 ár frá því að uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum hófst. Á þessum fimm árum hefur margt áunnist og á það sérstaklega við um upphaf uppreisnarinnar en þá náðu Palestínumenn augum og eyrum umheimsins. Ómanneskjuleg framkoma ísraelskra yfirvalda og það óréttlæti sem Palestínumenn mega þola varð öllum Ijós sem á annað borð hugsa um mannréttindi og bera skynbragð á siðferði og réttlæti. En þrátt fyrir alla athyglina og samúðina sem Palestínumönnum hlotnaðist er staða þeirra engu betri í dag og að mörgu leyti verri en hún var fyrir fimm árum.

Síaukinn innflutningur gyðinga frá Sovétríkjunum fyrrverandi og víðar að hefur þrengt að palestínsku þjóðinni sem býr við hernám Ísraelsríkis. Ennfremur urðu eftirmálar Persaflóastríðsins hörmulegir fyrir Palestínumenn þar sem þeir þurftu að gjalda fyrir það að ganga ekki í lið með Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í réttlætingarstríðinu gegn Írak.

Fp intifada og fridarvidraedur mai 1992 1

Margir Palestínumenn binda miklar vonir við þær friðarviðræður sem eiga sér stað, nú um þessar mundir. Engin ástæða er þó til bjartsýni þar sem Ísraelar virðast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að torvelda friðarviðræður. Þrákelkni þeirra, sérstaklega í sambandi við ólöglegt landnám(-rán) þeirra á herteknu svæðunum hefur meira að segja skyggt á ástríkt samband þeirra við Bandaríkjamenn.

Bandaríska þingið hefur frestað ábyrgðum á gríðarstóru láni til handa Ísraelsríki og þar með sett ákveðna pressu á Shamir og félaga. Hvort að Bandaríkjastjórn standi við stóru orðin sem hún gaf eftir lyktir Persaflóastríðsins er ekki hægt að spá fyrir um á þessari stundu og enn síður hvort að Ísraelar eru tilbúnir til að taka undir réttlátar kröfur Palestínumanna. Palestínumenn þurfa stuðning umheimsins.

Þáttur Bandaríkjamanna hefur verið stór í örlögum palestínsku þjóðarinnar en þeir hafa einatt beitt neitunarvaldi sínu þegar Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt viðleitni til að beita Ísraelsríki þrýstingi. Nú hafa Bandaríkjamenn tækifæri til að bæta fyrir það óréttlæti sem þeir hafa sýnt Palestínumönnum frá stofnun Ísraelsríkis 1948. Þeir hafa líf Ísraela í hendi sér því án þeirra stuðnings væri Ísraelsríki fyrir löngu orðið gjaldþrota og þar með ekki þess megnugir að murka líf úr Palestínumönnum með öllum tiltækum ráðum.

Birtist í Frjáls Palestína.

Scroll to Top