Ritgerð Jakobs Snævars Ólafssonar til BA-prófs í sagnfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.
Ágrip
Í þessari ritgerð er fjallað um samskipti Íslands og Ísraels á tímabilinu 1948–2013. Sýnt verður fram á hvernig samskipti ríkjanna byrjuðu að þróast frá 8. áratug 20. aldar úr þeirri vinsemd sem hafði einkennt þau á 6. og 7. áratugnum yfir í nánast á 21. öld. Stjórnmálatengslin eru sett í samhengi við almenn viðhorf til Ísraels á Íslandi og menningarsamskipti landanna. Einnig eru samskipti ríkjanna skoðuð með tilliti til þeirra breytinga sem urðu á afstöðunnni til Palestínumanna bæði á Íslandi og alþjóðavettvangi og hvernig þær mótuðu afstöðu Íslendinga til Ísrael á löngu tímabili. Greind verður mismunandi sýn íslenskra stjórnmálaflokka á samband Íslands og Ísraels sem varð til þess að það var helst í tíð vinstri stjórna á Íslandi sem verulegar breytingar urðu á því. Færð verða rök fyrir því að íslensk stjórnvöld hafi reynt að halda uppi sæmilega vinsamlegum samskiptum við ísraelsk stjórnvöld þrátt fyrir aukin stuðning innanlands við Palestínumenn og andúð á framferði Ísraela gagnvart þeim. Það var ekki fyrr en í tíð vinstri stjórnarinnar 2009–2013 sem það viðhorf breyttist. Þá viðurkenndu íslensk stjórnvöld sjálfstæði Palestínu án þess að setja það mál í samhengi við öryggiskröfur Ísraela.
Birtist í Skemmunni.