Gazaborg brennur

Í borginni er ein milljón manns, konur karlar og börn sem í að verða tvö ár hafa lifað í þjóðarmorði. Þjóðarmorði sem nágranna“ríkið“ Ísrael heldur óhindrað af ómennskri grimmd áfram að fremja. Dag eftir dag eftir 693 daga í afskiptaleysi valdhafa heimsins alls.

Tölur frá ísraelsher segja 83% myrtra palestínumanna á Gaza óbreytta borgara. Konur karla og börn sem áttu þá einu ósk að lifa í friði í heimalandi sínu.

Í Palestínu sem ísraelsher heldur áfram óhindrað að nema ólöglegu hernámi og myrða palestínsku þjóðina.

Núna er ísraelsher búinn að króa milljón óbreytta borgara inn í Gazaborg sem þeir sprengja miskunnarlaust. Þeir hafa gefið út yfirlýsingu um að hver sá óbreytti borgari – fullorðinn eða barn – sem ekki yfirgefur borgina sé réttdræpur.

Fólkið kemst hvergi. Það er búið að króa þau af inni borginni: öll svæðin í kringum Gazaborg eru hernumin svæði.

Íbúar Gazaborgar eru óbreyttir borgarar, konur karlar og börn, sem eru svelt, særð og allslaus. Manneskjur sem hafa ekki fengið stundarhvíld frá árásum þungavopna í tæp tvö ár. Sem nú er verið að tortíma.

Valdhöfum er ekki stætt á að standa aðgerðarlaus hjá.

Það er okkar skylda, hverrar og einnar einustu manneskju, að krefjast aðgerða. Krefjast þess að mannréttindi séu virt, að farið verði að alþjóðlögum um að stöðva með öllum tiltækum ráðum þjóðarmorð. Það er skylda okkar allra að standa saman sem þjóð gegn þjóðarmorði.

Þjóð gegn þjóðarmorði 6 september kl. 14.

Birtist fyrst á Facebook.

Höfundur

Þjóð gegn þjóðarmorði - Reykjavík - Austurvöllur.
Fjöldafundur laugardaginn 6. september 2025 á Austurvelli, nánar.

Scroll to Top